6.3.2008 | 04:58
1062: Forbes kynnir milljarðamæringa heimsins
Árlega birtir Forbes lista yfir ríkustu menn heims. Lista ársins má finna hér.
Það vekur auðvitað athygli að Bill Gates nær ekki "nema" þriðja sætinu þetta árið, Warren Buffet (ætli Íslendingar mundu ekki kalla hann Vilhjálm Hlaðborð) situr í því efsta og Mexikanski milljarðamæringurinn Carlos Slim Helu, í öðru sæti ásamt fjölskyldu sinni.
Það vekur líklega ekki minni athygi hve alþjóðlegur listinn er. Rússarnir eru að verða gríðarlega sterkir, Indverjar eru t.d. númer 4, 5 og 6 og Kínverskum fjölgar á listanum.
Íslendingar eiga sína 2. fulltrúa, þá feðga Björgólf og Björgólf, í 307. og 1014 sæti. Verður að teljast skratti góður árangur hjá þeim. Það er eins og maðurinn sagði, peningar eru arfgengir.
En þessi listi yfir milljarðamæringa heimsins (í US$), sem Forbes telur að séu nú 1125 og skiptir þeim niður í 1062 sæti, er fróðleg lesning og gaman að renna yfir hann.
Litlar líkur eru á því að ég komist þarna á blað, og þar sem berin eru súr, verð ég auðvitað að benda á það að eins og gengi dollars stendur núna, er auðvitað langt í frá að það sé það sama að eiga milljarð dollara, nú og fyrir nokkrum árum. :-)
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 05:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.