5.3.2008 | 19:43
Vaxtakjör hér og þar
Það er auðvitað fagnaðarefni að Íslensku bankarnir séu farnir að geta "slegið" aftur í útlöndum, sérstaklega að þeir geti slegið með lægra álagi en útlit var fyrir.
EF marka má það sem maður heyrir þá "sleppur" Kaupþing með að borga rétt ríflega 7% vexti í heild (þetta er óstaðfest, þar sem Kaupþing hefur ekki gefið upp hvert raunverulegt skuldatryggingarálag er).
Það er auðvitað fagnaðarefni fyrir Kaupþing, en fær mig þó til að hugsa hlýlega til sparisjóðsins okkar, sem lætur okkur borga vel á þriðja %stig lægri vexti á húsnæðisláninu okkar.
Við hljótum að hafa betri veðtryggingu, eða hitt að ég lít svona skratti heiðar- og skilvíslega út, nema að hvorutveggja sé.
Meginflokkur: Grín og glens | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ef það er rétt að vextirnir séu 7 % á þessu láni þeirra þá eru það okurvextir þegar banki á í hlut og hlýtur að hafa verið neyðaúrræði að taka þetta lán. Svo einfalt er það.
Jon Mag (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 00:15
Ég er svo sem ekki í neinni aðstöðu til þess að dæma um það hvort að ríflega 7% er rétt eða ekki rétt. Það er þó ljóst að það er ekki svo ólíklegt miðað við hvað talað hefur verið um skuldatryggingarálag Íslensku bankanna.
Ástandið er að breytast núna. Áður var það svo að þeir sem þorðu að taka mest að láni, taka mestu áhættuna voru "kóngarnir". Núna eru þeir sem eiga peninga "kóngarnir". Ég er ekki frá því að það sé rökréttara ástand.
Hér er frétt úr The Globe and Mail í dag, um hvernig vaxtaástæður eru hér í Kanada. Hér eru bankar að borga hátt gjald fyrir fé, hærra en vextir seðlabankans hér segir til um. Að sjálfsögðu fer það svo áfram til viðskiptavinanna, annað væri óeðlilegt.
En eins og svo oft hefur verið sagt við svipaðar aðstæður: Cash is King.
G. Tómas Gunnarsson, 6.3.2008 kl. 03:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.