Nafta getur verið eldfimt

Hér í Kanada eins og svo víða annars staðar njóta líklegir frambjóðendur Demokrata í Bandaríkjunum, þau Hillary Clinton og Barack Obama mikilla vinsælda og ég held að það sé enginn vafi á því að hvort þeirra sem væri myndi sigra í kosningum, ef Kanadabúar kysu forseta Bandaríkjanna.

Þó held ég að farið hafi um ýmsa hér þegar Obama og Clinton fóru að gefa yfirlýsingar um að eitt af forgangsatriðum þeirra, þegar þau tækju við völdum, væri að hefja endurskoðun á NAFTA samningnum, vildu meina að Kanada og Mexico hefðu fengið allt of góðan "díl".

Það er nú nefnilega svo hérna megin landamæranna, að flestum heyrist mér þykja frjálsari viðskipti milli Bandaríkjanna og Kanada til bóta, þykir samningurinn nokkuð sanngjarn og það vanti helst upp á að Bandaríkjamenn standi við sína hlið.  Hætti að tefja alla afgreiðslu á landamærunum og hætti bullinu í "timburdeilunni" (sem nú hefur að ég held náðst samkomulag um).

Reyndar voru Kanadamenn fljótir til að svara fyrir sig, og sögðu að þá væri allur samningurinn "upp á borðinu", þar með talin ákvæði sem gefa Bandaríkjamönnum ákveðin forgang til Kanadískrar olíu.  Reyndar held ég að nú um stundir sé Kanada stærsti einstaki orkusali til Bandaríkjanna.

Því er það svo að fæstum Kanadabúum lýst á það að fá mikinn "einangrunarsinna" hvað viðskiptin varðar í Hvíta húsið.

Það kom síðan í fréttum hér að starfsmenn Obama hefðu verið í sambandi við sendiráð Kanada í Washington og fullvissað starfsmenn þar um að þetta væri eingöngu "atkvæðabeita" og engin ástæða til að hafa af þessu nokkrar áhyggjur.

Síðan breyttist sagan, sendiráðið var ekki inn i myndinni, en konsúlat í Chicago kom í staðinn.

Starfsmenn Obama báru þetta til baka, en þó "dúkkaði" upp "minnisblað" upprunnið úr konsúlatinu þar sem þetta virtist staðfest.

Síðan er búið að ræða þetta hér í þinginu, og deilt um hvort að Kanadíska ríkisstjórnin hafi lekið þessu til að reyna að hafa áhrif á Bandarísk stjórnmál, en forsætisráðherrann aftekur það með öllu og hyggst einbeita sér að því að finna "lekann".

Clinton hefur að sjálfsögðu tekið þetta upp, talar um NAFTAgate og segir Obama tala tungum tveim.

Hversu mikil áhrif þetta hefur haft, t.d. í Ohio er ekki gott að segja, en Ohio er eitt af þeim ríkjum sem NAFTA nýtur hvað minnst stuðnings, enda hefur atvinnuástand þar ekki verið gott undanfarin ár.

Hér má sjá frétt frá NYT.  Hér er frétt úr Globe and Mail, þar sem Harper, forsætisráðherra Kanada neitar því að lekinn sé kominn frá aðstðarmanni hans.  Hér er frétt frá National Post um málið.

Hér og hér er tvær ólíkar skoðanir á NAFTA, þó að báðar séu fylgjandi samningnum í grunnatriðum.  og hér má lesa um samningin á Wikipediu.

Málið í hnotskurn er eitthvað á þessa leið:

"The controversy began last week when CTV, a Canadian television network, reported that an Obama official had called the Canadian ambassador in Washington to play down the significance of Mr. Obama’s criticism of Nafta.

The campaign and the Canadian Embassy issued denials that were, it appears, technically accurate. But they were incomplete because they did not address Mr. Goolsbee’s meeting with Canadian officials.

When WKYC-TV in Ohio asked Mr. Obama about the CTV report, he said: “I don’t have to clarify it. The Canadian Embassy already clarified it by saying the story was not true. And our office has said the story was not. And so I think it’s important for viewers to understand that it was not true.” When pressed, he said, “It did not happen.”

ABC News then reported that the Nafta conversation involved the Canadian consul general in Chicago, Georges Rioux, not the ambassador. ABC News identified Professor Goolsbee as the official who met the Canadians.

Mr. Burton issued another strong denial, although he declined to respond to a question about Professor Goolsbee’s discussions with Canadian officials.

The spokesman focused instead on the CTV report and attacks from Mrs. Clinton’s campaign based on it.

“Again, this story is not true,” Mr. Burton said. “There was no one at any level of our campaign, at any point, anywhere, who said or otherwise implied Obama was backing away from his consistent position on trade.”

When the memorandum emerged, it confirmed the meeting and that Nafta was discussed.

According to The A.P., the note reads, “On Nafta Goolsbee suggested that Obama is less about fundamentally changing the agreement and more in favor of strengthening/clarifying language on labor mobility and environment and trying to establish these as more ‘core’ principles of the agreement.”

On Monday, Mr. Burton stood by his earlier statements, adding that the policy articulated in the memorandum does not contradict anything that Mr. Obama has said on Nafta in the campaign.

Mr. Obama reiterated that point at a news conference in San Antonio, saying he favors free trade but wants to renegotiate existing agreements to include safeguards for the environment and labor rights.

But in Ohio, his tone has been harsher. In the debate in Cleveland, he agreed with Mrs. Clinton that he would leave Nafta unless it was renegotiated in terms more favorable to American workers. Mrs. Clinton, who has also found herself on the defensive about positive comments she has made about Nafta, has stoked the controversy."

Úr frétt the NYT


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband