Kosovo

Ég get ekki séð að það sé sérstök ástæða til þess að fagna því að til verði eitt smáríki í viðbót í veröldinni, en það er þó ekki heldur nein ástæða til þess að leggja steina í götu þess.

Vissulega er Balkanskaginn að verða heldur óálitlegt "púsl" smáríkja og hætta á því að viðsjár aukist.  En viðmiðið hlýtur þó að eiga að vera sjálfsákvörðunarréttur íbúanna.

Það sem margir óttast hins vegar er fordæmið.  Hvað með Taiwan, hvað með Tyrki á Kýpur, hvað með Quebec?  Hvað með hin ýmsu ríki Rússlands?  Hvað á að gera ef smáeyjar hér og þar fara að lýsa yfir sjálfstæði?  Hvað með Kurdistan?

Alþjóðalög eru hins vegar ótvíræð, og eftir þeim er ekki hægt að lýsa yfir sjálfstæði nema með samþykki þess sem lýst er sjálfstæði frá.

Frá því sjónarmiði hefur sjálfstæði Íslands ekki verið lögum samkvæmt árið 1944, en ég þekki reyndar ekki hvort viðkomandi lög voru í gildi þá.

Ég hef reyndar oft sagt það við lítinn fögnuð viðmælenda minna hér í Kanada, að frá mínum bæjardyrum sé málið einfalt, ef Quebecbúar vilji ekki vera í Kanada, þá eigi ekki að reyna að dekstra þá til þess.  Svona nokkurs konar "fari þeir sem fara vilja" stefna.

Það kemur heldur ekki á óvart að það eru helst þau ríki sem hafa hugsanlega "sjálfstæðiskandídata" innanborðs sem síst vilja viðurkenna sjálstæði Kosovo, þau óttast fordæmið.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband