18.2.2008 | 16:42
Gleðilegan fjölskyldudag
Í dag er nýr frídagur hér í Ontario. Fjölskyldudagurinn.
Þetta var eitt af kosningaloforðum sem fylkisstjórinn Dalton McGuinty setti fram í síðustu kosningum, og hann er búinn að efna, enda kostar þetta hann fremur lítið, enda leggst þetta fyrst og fremst á fyrirtækin á svæðinu.
Þó er það svo að auvitað eru flestar verslanir opnar í dag, enda spurning hvað fjölskyldur ættu að taka sér fyrir hendur ef ekki væru opnar verslanir. Afþreyingariðnaðurinn er einnig að sjálfsögðu ekki lokaður á degi sem þessum, enda von á auknum viðskiptum.
Fólk sem starfar við skemmtanir og verslanir er líklega ólíklegra til að eiga fjölskyldur en aðrir, eða hvað? En sem betur fer fær það þau hærra kaup en ella á dögum sem þessum.
Persónulega er ég þeirrar skoðunar að felli bera alla frídaga sem þennan niður og alls ekki að fjölga þeim.
Mikið betra og æskilegra er að úthluta hverjum og einum starfsmanni ákveðnum fjölda frídaga á ári, sem hann getur síðan ráðstafað að eigin vild (að viðhöfðu samráði við vinnuveitenda).
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.