Mæld og vegin

Fór með börnin til læknis rétt fyrir helgina.  Ekki það að neitt væri að þeim, heldur einungis eftirlitsferð að ræða.

Þau voru auðvitað mæld og vegin, þukluð og skoðuð og Jóhanna fékk sprautu í sitthvorn upphandlegginn.  Reyndar virtist sú stutta muna meðferðins af hendi læknisins fyrir þremur mánuðum síðan, því hún byrjaði að gráta um leið og læknirinn kom inn í stofuna.

En sú stutta reyndist 80 cm og 10.5 kg, sem er svona rétt í meðallagi fyrir ungar 18. mánaða stúlkur.

Leifur fór hins vegar í 4. ára skoðun, engar sprautur (en horfði með athygli á sprauturnar sem systir hans fékk), en bara almennt eftirlit.  Drengurinn reyndist 110 cm og 21.8 kg, sem læknirinn segir að sé á meðal 5% þeirra hæstu við 4. ára aldurinn.

En hér eftir förum við bara einu sinni á ári að hitta lækninn, næstu sprautur eru svo við 5. ára aldurinn, þannig að Jóhanna fær frá þeim kærkomna hvíld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband