Uppsagnarfrestur í pólítík

Margir hafa kallað þennan blaðamannafund, "borðalagðasta" blaðamannafund Íslandssögunnar.  Ég er þó þeirrar skoðunar að öryggi Björns í pólítík hafi ekki aukist á undanförnum dögum, öfugt við það sem vonandi gerist með öryggi Reykvíkinga.

Þó að enn sé alltof snemmt að spá fyrir um úrslit í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík, enn á mikið eftir að gerast og baráttan er rétt byrjuð.  Það er rétt að taka það fram að ég hef ekki atkvæðisrétt í umræddu prófkjöri, en hef óneitanlega gaman af því að spá í spilin, enda tel ég að prófkjörið verði spennandi og menn munu leggja mikið undir.

En ég er farinn að hallast að því að Gulli komi til með að hafa Björn í baráttunni um annað sætið.

Björn er einfaldlega búinn að gera mistök, mistök sem ég hef trú á að eigi eftir að kosta hann mikinn stuðning.  Björn er búinn að senda inn "uppsagnarbréfið".  Hann ætlar ekki að hætta í vor eins og svo margir aðrir þingmenn, nei hann ætlar að hætta eftir tæp 5 ár.  Hann er búinn að lýsa því yfir að hann ætli eingöngu að sitja næsta kjörtímabil, fari svo að hann nái kjöri.

Uppsagnarfrestur í pólítík er ekki 4 eða 5 ár, hann er mældur í vikum eða mánuðum.

Stjórnmálamenn senda ekki inn "uppsagnarbréfið" rétt áður en þeir leita stuðnings hjá flokksmönnum sínum.  Það er ekki vænlegt til vinsælda.  "Stuðningsmenn" leitast við að lýsa yfir stuðningi við þá sem þeir vonast eftir að séu á uppleið, ekki útleið.  Það má því kalla það eitt af grunnlögmálunum í pólítík, að menn eru leyndardómsfullir um þau áform sín að hætta, þangað til á síðustu stundu 

Það er stundum sagt að einungis þeir sem vita að þeir séu ekki velkomnir annars staðar, styðji þá sem eru á útleið.  Ekkert er auðvitað algilt, en það er mikið til í því.

Þegar menn eru byrjaðir að tala um að hætta, verður pólítískt líf oft erfitt, alls kyns vangaveltur fara í gang og "áskorendur" vilja sparka undan þeim stólunum.  Spyrjið bara Halldór Ásgríms og Tony Blair.

En auðvitað er þessi slagur rétt að byrja og of snemmt að afskrifa Björn "bónda", því báðir safna  liði.


mbl.is Auka á öryggistilfinningu fólks sem býr og starfar á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband