Titrandi "Tígulgosi"

Það er ekki laust við að ég fái á tilfinninguna að taugarnar séu ekki upp á hið besta hjá Alonso þessa dagana.  Ef til vill er ekki við öðru að búast, "poor old Schumacher" "flengdi" hann, Fisichella og allt Renault liðið í Shanghai um síðustu helgi.

Ég verð þó að viðurkenna að það kemur mér verulega á óvart að sjá hann væla svona, gagnrýna liðið, taka liðsfélaga sinn sérstaklega út og halda því fram að Renault hafi ekki áhuga á því að hann verði heimsmeistari.  Þvílík firra.

Vissulega hefðu þeir ábyggilega kosið að halda honum, en auðvitað vilja þeir að sá sem ekur á Renault verði heimsmeistari.  Það er þeim ábyggilega mun sárara að sjá titilinn fara til Schumacher og Ferrari, heldur en að Alonso taki númer "1" með sér yfir til MacLaren.

Hér má sjá útskrift á blaðamannafundi á Suzuka á fimmtudag, takið sérstaklega eftir því að Jenson Button reynir að koma Alonso til hjálpar þegar blaðamennirnir sækja á hann. Hér eru frekari fregnir af Alonso af F1.com og hér og hér eru fréttir ruv.is af ágreininingi "Tígulgosanna".

Það stefnir allt í hörkuspennandi keppni á Suzuka brautinni, en vissulega eru sigurlíkur "Skósmiðsins" meiri, þegar "Tígulgosarnir" eru að rífast sín á milli og Alonso virðist vera að slæmur og taugum, og vilja kenna öllum öðrum um ósigur sinn.

En það rigndi í á fimmtudag á Suzuka, það rigndi í dag, föstudag, þó kom sól seinnipartin og liðin náuðu að fara nokkra hringi á "þurrdekkjum", spáð rigningu fyrrpart laugardags, líklega styttir þó upp fyrir tímatökurnar og spáð er sól og heiðskýru veðri fyrir keppnina á sunnudag.

Ökumenn hafa því ekki haft mikinn tíma til að stilla upp bílunum ef tímatakan verður þurr, það gæti haft einhver áhrif, en við ættum að sjá Ferrari og Renault í framlínunni, spái að Raikkonen verði þar einnig, McLaren þyrstir í fyrsta sigur tímabilsins.


mbl.is Alonso leið sem yfirgefnum manni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband