Margar "kanónur"

Það hafa þó nokkrir minnst á það við mig að það séu nokkuð margar "kanónurnar" sem séu að leitast við að hassla sér völl í pólítíkinni þessar vikurnar.

Það eru enda óvenju margir þingmenn að hætta, þannig að möguleikarnir eru meiri en endranær og stöður "héraðshöfðingja" víða lausar eða í uppnámi.

Meðal þessara "kanóna" má nefna Illuga Gunnarsson, Guðfinnu Bjarnadóttir, Valgerði Bjarnadóttur, Steinnunn Valdís Óskarsdóttir og svo auðvitað Róbert Marshall.  Eflaust er ég að gleyma einhverjum og aðrir eiga eflaust eftir að stíga fram.

Þetta er auðvitað mjög jákvætt og gott að enn sækist fólk eftir því að taka sæti á Alþingi og sé reiðubúið til að berjast fyrir því.

Oft er reyndar rætt um að valdið hafi færst frá Alþingi yfir til fjármálaheimsins og stundum er talað um hvað fjölmiðlar séu valda og áhrifamiklir.

Talandi um vald fjölmiðla, einn góður sjálfstæðis kunningi minn, sagði í tölvupósti í dag, að hann væri ákaflega ánægður með að Róbert Marshall stefndi á þing.  Hann vildi meina að hann hefði verið mun skeinuhættari sem "óháður" stjórnandi á fréttastofu, en hann yrði sem hugsanlegur þingmaður.

En ef að Róbert kemst á þing, þá fjölgar um einn á þingi af þeim sem finnst æskilegt að láta Kárahnjúkastífluna standa sem minnismerki í stað þess að snúa hverflum (Samanber "Kæri Jón" II).  Það væri vissulega slæm þróun að mínu mati.  Það verður því meira og meira aðkallandi að flokkar og frambjóðendur skýri skoðanir sínar í þessum efnum. 

Kjósendur eiga rétt á því.


mbl.is Býður sig fram í 1.-2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband