Að aðskilja kynþættina

Aðskilnaðarstefna er ekki eitthvað sem ekki er oft til umræðu hjá opinberum aðilum í Vestrænum samfélögum.  Slíkt hefur þó verið nokkuð fyrirferðarmikið í umræðunni hér í Toronto upp á síðkastið, bæði hjá almenningi og skólayfirvöldum. 

Hart hefur verið deilt og náðu deilurnar líklega nokkrum hápunkti í síðustu viku, þegar naumlega var samþykkt að stofna "afrocentric" framhaldsskóla, þ.e. framhaldsskóla sem eingöngu væri ætlaður þeldökkum nemendum.

Þetta hefur verið baráttumál hóps þeldökkra sem telur þetta rétta svarið við því hve hátt hlutfall þeldökkra nemenda fellur frá námi.  Aðrir sjá þetta sem ekkert annað en endurtekningu á aðskilnaðarstefnunni sem tíðkaðist á árum áður og þetta færi skólastarf áratugi aftur í tímann.

Ef til vill mætti kalla þetta "Hjallastefnu kynþáttanna", það er að segja að rökin sem sem gjarna eru lögð fram eru þau að erfiðleikar þeldökku nemendanna stafi að nokkru eða jafnvel miklu leyti af "blönduninni".

Sjálfur held ég að þetta geti verið fróðleg tilraun, en vissulega hljómar það ekki vel ef aðskilnaður kynþáttanna eykst, sérstaklega á þeim "mótunarárum" sem framhaldskólaárin eru.

En hér og hér má sjá fréttir úr Globe and Mail.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Athyglisvert, Tómas, en helzt í hendur við það, að nýbúar safnast oft í viss hverfi, þar sem þeim líður kannski vel hverjum með öðrum, þótt það tefji vissulega æskilega aðlögun þeirra að þjóðinni, sem fyrir er. En þetta minnir mig þá á orð Bretans Johns Brockhurst, sem ég las hér fyrir nokkrum dögum:

  • It's an interesting thought, when migrants come to this country, they head straight to the areas where their fellow countryman live. Perhaps this is not surprising, as we all like to [live] among people whose language, customs and lifestyles are similar to our own. However, if the white indigenous population dares to express the same wish, there is an instant outcry of racism. 

Jón Valur Jensson, 3.2.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég hygg að það sé rétt hjá þér Jón Valur, að ef þessi hugmynd hefði komið frá einhverjum sem vildi "losna" við þá þeldökku úr skólanum "sínum", eða frá skólayfirvöldum hefði hún valdið mun meira fjaðrafoki.

En hér er ekki endilega verið að tala um innflytjendur, heldur einnig borna og barnfædda Kanadabúa.

En það er athyglivert að fylgjast með því hvernig þetta þróast og hvernig tekst til. Sumir kalla þetta "gettóvæðingu" skólanna.  Margir óttast að gefinn verði "afsláttur" af námskröfum og aðrir benda á að þetta geti "gjaldfellt" prófskírteinin sem þessir nemendur komi til með að fá.  Enn aðrir segja að þetta geti ýkt vandamálin og valdið þessum nemendum enn frekari vandræðum þegar þeir koma út í atvinnulífið, sem verði ekki "litgreint".

G. Tómas Gunnarsson, 4.2.2008 kl. 01:10

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, þetta er greinilega mikil flækja og erfið úrlausnar. "Ghettóvæðing" er sjaldan til góðs, hygg ég.

Jón Valur Jensson, 4.2.2008 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband