31.1.2008 | 18:37
Að stjórna með hótunum
Þegar ég les fréttir sem þessar fæ ég alltof svolítinn hroll. Ef ég einfalda það sem ráðherra segir og endursegi það eins og ég skil það, þá hljómar það svona.
Það eiga allir að gera eins og ég segi. Besti þykir mér að mér að það sé gert vegna þess að ég segi það, en ef menn eru ekki reiðubúnir til þess þá mun ég setja lög að um það.
Þó að það séu eigendur fyrirtækjanna, þeir sem hafa hætt fé sínu í rekstri þess, sem kjósa í stjórnir fyrirtækja finnst viðskiptaráðherra ekkert að því að skilyrða hvernig þeir megi nota atkvæðisrétt sinn.
Viðskiptaráðherra virðist eignarétturinn ekki vera merkilegri en svo.
Það er rétt að taka það fram að mér hefur þótt Björgvin G. Sigurðsson áberandi slakasti ráðherrann í núverandi ríkisstjórn, hann fengi falleinkun frá mér.
Lýðskrum og stjórnlyndi virðist mér gjarna einkenna það sem frá honum kemur og þó að hann tali fjálglega um "frjálslynda jafnaðarstefnu", sést alltaf betur og betur að hann er bara gamall "allaballi", reyndar ekki sá eini í Samfylkingunni.
Kynjakvóti bundinn í lög? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:17 | Facebook
Athugasemdir
Hann Björgvin blessaður hlýtur að teljast einhver hjákátlegasta fígúra sem gegnt hefur þessu embætti um árabil. Þetta kynjakvótakjaftæði undirstrikar það svo ekki verður um villst. Aumingjans drengurinn veldur engan veginn þessu starfi, því miður. Sennilega ágætasta grey, þannig lagað séð, en ráðherra er hann ekki fyrir fimm aur.
Halldór Egill Guðnason, 1.2.2008 kl. 12:47
Ástæðan fyrir því að ykkur finnst Björgvin lakasti ráðherrann hlýtur að vera sú að þið voruð búnir að gleyma því að Árni nokkur Mathiessen er líka ráðherra. Hann er sjálfsagt ágætasta grey og kannski ágætur dýralæknir þó hann þyrfti sjálfsagt að fara í upprifjun og endurmenntun og allt það.
En þetta með kynjakvótann er auðvitað algjör steypa, en það var líka embættisveitingin hans Árna greysins.
Gísli Sigurðsson, 1.2.2008 kl. 15:48
Við skulum auðvitað vona að það komi aldrei til slíkrar lagasetningar sem kynjakvóti er. En hitt er augljóst að mínu mati að slík lagasetning er miklu alvarlegra mál heldur en ein dómaraskipan. Slík lagasetning hefði áhrif og svipti hlutafjáreigendur að hluta ráðstöfunarrétti eigna sinna um langa tíð, í það minnsta þangað til slík lög fengjust afnumin.
Það er því grafalvarlegt mál að viðskiptaráðherra gefi slíkri lagasetningu undir fótinn.
En eins og ég sagði í pistlinum, þykir mér lýðskrum og stjórnlyndi það sem helst einkennir hann.
G. Tómas Gunnarsson, 3.2.2008 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.