Fjölskylduveldin

Ef að gengið er út frá því að, rétt eins og svo margir telja, að Demókratar vinni Bandarísku forsetakosningarnar í nóvember og að Hillary Clinton verði frambjóðandi þeirra, eins og ekki er ólíklegt (en ekki öruggt) kemur upp nokkuð merkileg niðurstaða.

Þá verður það í annað sinn sem Clinton fjölskyldumeðlimur tekur við af Bush fjölskyldumeðlim og það aðeins með 16. ára millibili.

Ef Hillary næði því að verða endurkjörin og sitja í 8. ár þá verða þau orðin 28., árin sem engar aðrar fjölskyldur hafa lagt til forseta Bandaríkjanna.  Ef að hún léti af embætti í Janúar 2017, þá þyrfti að fara allt aftur til ársins 1989 til að finna forseta sem kæmi ekki úr annarri hvorri fjölskyldunni. 

Það var Ronald Reagan.

Bush feðgarnir eru ekki fyrstu feðgarnir til að verða báðir kosnir forsetar, en Clinton hjónin myndu brjóta blað.  Hillary sömuleiðis, sem fyrsta konan sem næði því að verða forseti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband