23.1.2008 | 04:13
Af fatahlunnindum og skattsvikum
Ég man ekki eftir því að hafa séð kjörna fulltrúa viðurkenna að þeir hafi svikið undan skatti. Þó virðist það vera staðreyndin með Björn Inga Hrafnsson. Hann virðist ekki hafa gefið fatahlunnindi sín upp til skatts, og virðist ekki skammast sín neitt fyrir það.
Ef marka má fréttir á síður visis, hér og hér er fyllsta ástæða fyrir skattayfirvöld að hefja rannsókn á framtali Björns Inga og krefja Framsóknarflokkinn um öll gögn hvað varðar þetta fatamál.
Eftirfarandi má lesa á rsk.is og hlýtur því að vera ástæða til þess að rannsaka hvernig þessum málum hefur verið háttað hjá Birni Inga og Framsókn.
"Fatahlunnindi
Það hlýtur sömuleiðis að vekja athygli áhugamanna um stjórnmál og fjölmiðla að Björn Ingi segir í fjölmiðlum að fatahlunnindi hans hafi ekki komið niður á "almennum Framsóknarmönnum", heldur hafi verið fengir styrkir til þessa verkefnis.
Það hlýtur að vekja þær spurningar hvort að þeir styrktaraðilar vissu að styrkir þeirra væru "eyrnamerktit" sem fatapeningar og ef svo er hverjir þeir styrktaraðilar voru.
Ef svo er ekki er hægt að álykta sem svo að um "almennt kosningabaráttufé" hafi verið að ræða.
Það hlýtur líka að vekja spurningar um hversu nauðsynlegt það er að ríki og sveitarfélög verji stórum fjárhæðum í að styrkja stjórnmálaflokka, ef þeir hafa ekkert nauðsynlegra að verja fénu til en að kaupa föt á frambjóðendur.
Er þá ekki orðið tímabært að vinda ofan af ríkisvæðingu stjórnmálaflokkana og láta þeim eftir að fjármagna sig sjálfa?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála Sigríði; Ísland er sennilega eina landið í hinum vestræna heimi, þar sem svona lagað þýðir ekki sjálfkrafa afsögn stjórnmálamanna. Það er mikilvægt að við getum borið traust til þeirra sem fara með fjármuni okkar. Því miður flokkumst við með ríkjum í Afríku og S-Ameríku hvað þetta varðar.
Full ástæða er til að rannsaka hvort það sé rétt sem Alfreð segir hvað fatapeninga Ingibjargar Sólrúnar varðar, jafnvel þó að brotið kunni að vera fyrnt.
Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 02:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.