4.10.2006 | 03:52
Að þóknast "Hundtyrkjanum"?
Nýlega skrifaði ég um sjálfritskoðun þá sem margir á Vesturlöndum virðast farnir að beita á samfélag okkar. Það sem er talið geta "stuðað" háværa trúarhópa er sett til hliðar. Þannig má ef til vill segja að við reynum að kaupa okkur frið.
Auðvitað er í sjálfu sér ekkert athugavert við það, svo lengi sem ákvörðunin er tekin af frjálsum vilja og án þvingana, slíkt getur jafnvel flokkast undir tillitssemi.
En ef ákvörðunin er tekin fyrst og fremst vegna ótta við viðbrögð einhvers hóps, má segja að leiðin geti reynst viðsjárverð og hætta á að sá sem vekur þessi viðbrögð gangi á lagið.
Það má líka spyrja: Hvenær mógðar maður mann og hvenær móðgar maður ekki mann. Sérstaklega ef einvhverjir eru alltaf að leita eftir því að verða móðgaðir.
Persónulega tel ég að við séum að farin að ganga full langt í þessari sjálfsritskoðun okkar, en ábyggilega eru um það skiptar skoðanir.
En vissulega erum við oft að mógða einn eða annan. Til dæmis er orðið hundtyrki, sem ég nota hér í fyrirsögn, ekki mjög fágað. Sérstaklega ekki í garð Tyrkja. Dónaskapurinn verður því meiri þegar haft er í huga að þeir sem við Íslendingar notum það um, voru í raun frá Alsír, en það er auðvitað lengri saga og flestum kunn.
Kunningi minn sagði í tölvupósti, að líklega yrðu Íslendingar að banna Ali kjötvörum að nota vörumerki sitt á nokkuð það sem inniheldi svínakjöt, enda hefði Ali verið tengdasonur Spámannsins og gæti það því verið litið á það sem móðgun, að tengja nafn hans við hin óhreinu dýr. Ali grís gæti því hljómað eins og "argasta guðlast". Hann lét það fylgja með sögunni að einfaldast gæti verið að skipta út A-inu fyrir Ó.
En eins og einhvern tíma var sagt, leiðin til glötunar er vörðuð góðum áformum og það er vandratað um veröldina.
Spánverjar stilla hátíðahöldum í hóf af ótta við að móðga múslima | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Grín og glens, Bloggar, Menning og listir, Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.