2.10.2006 | 21:27
Í "ekki fréttum" var þetta helst
Ég verð að viðurkenna að mér þykja það nokkrar "ekki fréttir" að formenn stjórnarandstöðuflokkana séu reiðubúnir að mynda saman stjórn, ef þeir nái nægum atkvæðum til þess og nota bene, nái samkomulagi um helstu stefnumál. Það má ef til vill spyrja, væri það ekki skrýtið ef þeir væru ekki reiðubúnir til þess, eftir að hafa náð samkomulagi um helstu stefnumál?
Eða fyrirsögnin: "Formenn stjórnarandstöðuflokkana útiloka ekki samstarf í ríkisstjórn" Það þykja mér ekki mikil tíðindi.
Í þessari frétt má svo lesa um að stjórnarandstöðuflokkarnir séu að stilla saman strengi sína. Stjórnarandstaðan ætlar að leggja fram nokkur "feelgood" frumvörp og kjósa saman í nefndir. Ég geti ekki varist þeirri tilhugsun, hvort það hafi verið ætlast til þess að kjósendur segðu: Vá!
Ekki kemur fram í fréttum hvort að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi rætt um nýkynnta stefnu Samfylkingar hvað varðar innflutning á landbúnaðarafurðum, ekki kemur heldur fram að rætt hafi verið um ESB aðild, ekki er heldur minnst á stóriðjustefnu eða hvort að flokkarnir vilji nýtingu Hálslóns eður ei? Ekki kemur fram hvort að stjórnarandstaðan styðji aðild Íslands að NATO, eða deili áhyggjum sumra stjórnarandstöðuþingmanna um skort á sýnilegum vörnum.
Skyldi einhver blaðamaður hafa spurt um þessi mál á fundinum?
Nei, það er helst í tíðindum að ef stjórnarandstöðuflokkarnir nái meirihluta atkvæða og nái samkomulagi um helstu stefnumál, þá séu þeir reiðubúnir að mynda ríkisstjórn.
Ekki er vitað hvort að "Haukur Hauksson" hjálpaði til við undirbúning fundarins.
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna útiloka ekki samstarf í ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Bloggar, Dægurmál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.