30.12.2007 | 06:44
Þjóðarbyggir
Árlega velur dagblaðið Globe and Mail hér í Kanada það sem þeir kalla "Nation Builder". Í ár var útnefndur einn af meðlimum ICCT, eða Íslensk-Kanadíska félagsins hér í Toronto. Hann heitir Donald K. Johnson, 72. ára Kanadabúi af Íslenskum ættum.
Hann er fæddur í Manitoba fylki, nánar tiltekið í smábænum "Lundar" og þar ólst hann upp, en flutti ungur til Winnipeg, ásamt móður sinni og systkynum, þegar faðir hans lést.
Donald K. Johnson hefur unnið mikið starf fyrir samtök Íslendinga hér í Kanada og tók m.a. virkan þátt í fjársöfnun til að tryggja fjárhagslegan bakgrunn Lögbergs-Heimskringlu nú fyrir stuttu og hefur einnig gefið háar fjárhæðir til Manitoba háskóla.
En það er ekki fyrir að vera Íslendingur sem hann hlýtur titillinn "Nation Builder", heldur er það fyrir starf að góðgerðarmálum og reyndar fyrst og fremst fyrir að hafa tekist að gjörbreyta landslaginu hvað varðar skattalegs umhverfist gjafa til góðgerðarmála og stóraukið þannig gjafir Kanadabúa til slíkra mála. Breytingin fólst í því að hægt væri að gefa hlutabréf til góðgerðarmála, án þess að greiða þyrfti af þeim fjármagnstekjuskatt.
Það hefur eflt starf háskóla, sjúkrahúsa og svo mætti lengi telja.
Hér má svo lesa greinina í Globe and Mail um útnefninguna. Hér neðst má svo finna nokkur atriði úr henni.
Hér mælir Paul Martin fyrrverandi forsætisráðherra Kanada ""Entrepreneurs can create jobs in ways no government ever can. Doesn't it make sense that social entrepreneurs can solve public problems in way no government can?" Mr. Martin asks."
En þetta sýnir okkur að það er hægt að hafa áhrif með svo mörgum hætti, líka með því að "lobbýa" á stjórnmálamönnum.
En þetta sýnir líka hvers virði mannauðurinn er og gjafmildin og hve innflytjendur og afkomendur þeirra geta markað djúp spor í samfélag sem tekur vel á móti þeim. Það eru ekki liðin nema 100 til 140 frá því að stórir hópar Íslenskra innflytjenda komu hingað til Kanada og hafa margir þeirra, ásamt afkomendum haft veruleg áhrif á samfélagið, mótun þess og þróun. Donald K. Johnson er eitt, en gott dæmi um það.
Hér má svo lesa nokkra kafla úr greininni.
"You've probably noticed that Canada's rich are giving away fortunes.
Prospector Stewart Blusson handed $50-million he made from finding a diamond mine to the University of British Columbia. Cable magnate Randy Moffat of Winnipeg pledged $100-million to needy kids. Gold tycoon Peter Munk plowed $37-million into a cardiac centre at a Toronto hospital. Gifts on this scale seem to be in the headlines each week.
This is giving on a scale Canada has never experienced. Entrepreneurs are helping good universities become great, grafting new wings on hospitals, getting opera houses built. It's all because of a simple change in the way the rich are taxed, a change that came about because investment banker Donald K. Johnson wouldn't take no for an answer.
The Globe and Mail's Nation Builder for 2007 is a fellow from small-town Manitoba whose tireless, 12-year campaign for more generous tax treatment on charity donations has opened the philanthropic floodgates from coast to coast."
"Across this country, rich folks funded philanthropy out of their income, not their investments. Mr. Johnson thought that was bad policy. "I realized if you changed the policy," he says, "you would open the door to all kinds of donations from entrepreneurs, whose wealth was tied up in the companies they owned."
Ottawa bureaucrats were opposed from the start. Mr. Johnson says there were two main reasons: "The bureaucrats objected to any tax cut that would cost the government revenue. And they really objected to a policy that would see wealthy individuals directing taxpayers' money to their favourite charities, at the expense of other worthwhile causes."
Without the support of Finance Department mandarins, the politicians seemed unlikely to hand a tax break to the rich."
"There now seems to be a competition to see who can give the most. In 2003, retired Laidlaw International CEO Michael DeGroote gave $105-million worth of stock to McMaster University's medical school, the largest single donation in the country's history. The gift instantly made the school among the best endowed in North America.
Research in Motion founder Mike Lazaridis gave part of his stake in the BlackBerry maker to Waterloo University in 2004 to establish cutting-edge computer and physics programs.
Within days of Ottawa's 2006 tax cut, construction and sports tycoon Larry Tanenbaum gave $50-million to the United Jewish Appeal. In doing so, the head of Maple Leaf Sport and Entertainment also threw down the gloves with fellow millionaires. His son, Ken Tanenbaum, said: "He's looking to inspire others, given the policy that [Finance Minister Jim] Flaherty has put in place with respect to the capital gains."
"I don't think Canadians understand what Don's work has done for all Canadian charitable organizations. It's nothing short of amazing," says lawyer Gail Asper, president of the Winnipeg-based CanWest Global Foundation.
Mr. Johnson and his wife, who have five children between them as well as five grandkids, have done more than just lobby. After what Mr. Flaherty calls "Don's law" came into effect, the banker donated $1.3-million to the University of Western Ontario's business school and $5-million to a Toronto hospital's vision centre he has terrible eyesight. (He's also chairing the centre's $15-million fundraising campaign.)
And that $12-million National Ballet campaign, back in 1994? It raised $13-million.
However, the gifts given to date, from Mr. Johnson and other wealthy citizens, may be just a prelude to the next act in Canada's philanthropic evolution, as the baby boomers turn their energy and their money to legacy projects."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir að vekja athygli á þessum þætti frá Canada - sem eru að sumu leyti einkennandi fyrir Canadíska hugmyndafræði og orðræðu. Samfélagslegar skyldur viðskiptalífsins og það hvernig einstaklingar og þeir betur megandi leggja að mörkum er "mentalítet" - sem við þyrftum að kynna betur hér á okkar landi. Aftur takk
Benedikt Sigurðarson, 30.12.2007 kl. 13:47
Ekki held ég að samfélagslegar skyldur atvinnulífsins séu meiri eða sterkari í Kanada heldur en annarsstaðar. Hins vegar eins og kemur fram í greininni hafa auðugir einstaklingar gefið ríflega af auðævum sínum (hvergi er það þó líklega algengara en í Bandaríkjunum). Sú gjafmildi hefur aukist gríðarlega eftir þær breytingar sem Don Johnson barðist fyrir, en með þeim má segj að löggjöfin hafi verið færð til sama vegar hér í Kanada og verið hefur í Bandaríkjunum.
Fjármagnstekjur eru skattlagðar með öðrum tekjum hér í Kanada, en það þarf eingöngu að gefa upp helming fjármagnstekna. Mér skylst að meðtalið sé því að menn séu að greiða ca. 15% af fjármagnstekjum.
Ég er ekki sérfræðingur í skattamálum, en mér skilst að heildargjöfin sé frádráttarbær frá skatti. Það fer eftir því hvernig litið er á þetta, hver hagnast mest við breytinguna, en ég hygg að flestir myndu segja að það séu skólarnir, sjúkrahúsin og góðgerðarsamtökin, því að þau fá stórum hærri fjárhæðir. Auðvitað kemur það sér líka ágætlega að fyrir auðugt fólk að fá skattafrádrátt, en þetta hefur aukið gjafmildi þeirra svo um munar.
Sem dæmi má nefna að mörg sjúkrahús hér í Kanada eru einkarekin, þó að þau fái stærstan hluta tekna sinna frá hinu opinbera. Þau eru mörg hver í fremstu röð, en og starfrækja stórar fjáröflunardeildir sömuleiðis
G. Tómas Gunnarsson, 31.12.2007 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.