28.9.2006 | 15:20
Veröld Uri´s
Ég var að lesa það í Fréttablaðinu í dag að auglýsingarnar fyrir Sm***off Ice sem ég hef svo oft séð í sjónvarpinu séu "íslenskar" að gerð. Það er að segja að leikarnir séu íslenskir og leikstjórinn sömuleiðis. Það kom svo fram í fréttinni að auglýsingarnar hafi verið bannaðar í Bretlandi.
En ég verð að óska þeim sem stóðu að þessum auglýsingum til hamingju, enda hafa þær vakið athygli mína, þegar ég hef séð þær í sjónvarpinu. Stórgóðar auglýsingar og sýna hvað íslenskir auglýsingamenn eru góðir. Leikararnir eiga reyndar líka frábæra spretti.
En ef einhverjir hafa áhuga á því að skoða umræddar auglýsingar, bið ég þá fyrst að hugleiða hvað þeir eru að fara að gera. Hafa í huga að áfengisauglýsingar eru bannaðar á Íslandi og með því að horfa á slíkt gerast þeir brotlegir við íslensk lög. Ef að þeim vangaveltum loknum þeir eru enn þeirrar skoðunar að þeim langi til að skoða auglýsingarnar, þá fara þeir á: www.uriplanet.com
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkar: Grín og glens, Bloggar, Fjölmiðlar, Dægurmál, Menning og listir, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 17:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.