25.9.2006 | 14:27
Skrýtin sagnfræði, eða er eitthvað annað haft að leiðarljósi?
Ég er ekki áskrfandi að tímaritinu Þjóðmálum (hvað skyldi það nú annars kosta hingað til Kanada) og hef ekki tök á því að kaupa það í verslunum. Ég hef því fylgst með þeirri umræðu sem grein Þórs Whitehead hefur ollið úr fjarlægð.
Fljótlega varð það áberandi í umræðunni að þetta hlyti að hafa verið leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins eingöngu. Menn sögðu að þessi eða hinn hefði ábyggilega ekki vitað af starfseminni, þar voru nefndi menn eins og Hermann Jónasson, Ólafur Jóhannesson og hugsanlega einhverjir fleiri.
Því langar mig til að benda þeim sem áhuga hafa á þessum umræðum á nýjasta pistilinn á www.andriki.is. Þar segir m.a.:
"Já hvað vissu þessir menn? Eina vísbendingu fá finna í grein eftir Þór Whitehead prófessor sem birtist í nýjasta hefti Þjóðmála og var raunar tilefni fréttarinnar og viðtalsins. Á fyrstu síðu greinarinnar segir Þór meðal annars:
Sannast sagna eru nú liðin tæp sjötíu ár frá því að Hermann Jónasson forsætis- og dómsmálaráðherra fól lögreglustjóranum í Reykjavík að koma upp eftirgrennslanakerfi í Reykjavík í aðdraganda styrjaldar í 1939. Þetta var einn liður í áætlun Hermanns um að efla lögregluna til mótvægis gegn kommúnistum og nasistum, sem hér gengju erinda flokksríkjanna þýsku og sovésku og ógnuðu innra öryggi landsins. |
Hermann Jónasson var auðvitað sakaður um eitt og annað á sínum ferli. En að hann hafi stofnað leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins, það er alveg nýtt."
Pistilinn í heild má finna hér.
Nú hef ég eins og áður sagði ekki Þjóðmál undir höndum (líklega verð ég að gera eitthvað í því), en ég treysti því fullkomlega að rétt sé farið með textann á síðu Andrikis.
Því hlýtur að vakna spurningin: Hvernig stendur á því að sagnfræðingur kemur í fjölmiðla og heldur því fram að um sé að ræða leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins? Það þykir mér alla vegna skrýtin sagnfræði. Eða varð sagnfræðin að víkja að þessu sinni fyrir öðrum markmiðum?
Vísir að leyniþjónustu á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Bloggar, Saga, Dægurmál, Vísindi og fræði, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 14:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.