Spennan horfin

Þá er spennan horfin hvað varða Sjálfstæðisflokkinn í þessu kjördæmi.  Fullyrða má með nokkurri vissu að þetta þýði að 2 fyrstu sætunum sé í raun ráðstafað, hvort sem um verður að ræða prófkjör eða uppstillingu.

En þetta er ekkert til að nöldra yfir, Þorgerður í 1. og Bjarni í 2. þetta er gríðarlega sterk forysta.  Nú er bara að byggja á þessu og búa til sterkan sigurstranglegan lista.  Sjálfstæðisflokkurinn hefur gríðarsterka stöðu í "kraganum" en það er vissulega sóknarfæri, enda bætist 1. þingmaður við í pottinn.

Ég held að þetta hafi verið skynsamleg ákvörðun hjá Bjarna, þó að það hafi ábyggilega verið freistandi fyrir hann að sækja á "toppinn", er þetta skynsamlegt og kemur til með að festa hann í sessi.  Oft má komast á leiðarenda án gassagangs.

En þetta þýðir að prófkjörsspennan í "kraganum" færist alfarið yfir á Samfylkinguna, en þar verður án efa hörð og óvægin barátta.  Blogga ef til vill meira um það seinna.


mbl.is Sækist eftir öðru sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband