7.12.2007 | 14:43
... víst er skítt að búa að Íslandi??
Ekki ætla ég mér að gagnrýna niðustöður þessa samanburðar, né heldur að segja að hann sé kórréttur. Til þess hef ég engar forsendur, hef ekki lesið skýrsluna, og hefur heldur ekki tíma (og takmarkaðan áhuga) til þess að kafa djúpt í skýrslur sem þessar.
En það er nokkuð merkilegt að þegar skýrslur sem þessar (um umhverfismál, efnahagsmál, jafnréttismál eða hvað eina annað) þá kemur S.S. fólkið (Sjálfskipaðir Sérfræðingar) og segir okkur að það sé ekkert að marka þessar skýrslur. Það sé ekki rétt borið saman, ekki réttu atriðin tekin inn, Ísland eða Íslendingar hafi skilað inn röngum tölum eða hreinlega falsað þær. Sumir benda á að sumt sem Íslendingar geri, hafi þeir ekki gert á "réttum forsendum" (rétt eins og það að heita vatnið sé nýtt til þess að spara en ekki vegna þess hvað það er umhverfisvænt) og því sé það varla marktækt. Skrýtin málflutningur.
Þau vita betur. Það er skítt að búa á Íslandi og varla nokkrum manni bjóðandi, ef marka má suma. Margir stjórnmálamenn taka svo undir í kórnum, en afstaða þeirra snýst þó furðu hratt, eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu.
Auðvitað er enginn ástæða til þess að líta á niðurstöður samanburðakannana sem endanlegan og ósnertanlegan sannleik, en það er líka tímabært að fara að sætta sig við að það er gott að búa á Íslandi og fyllilega sambærilegt við það sem best gerist í heiminum oft meira að segja örlítið betra.
Það þýðir heldur ekki að það sé ekki ýmislegt sem er hægt að gera betra, en besta leiðin til þess að mínu mati er ekki að rífa niður það sem hefur skilað Íslendingum í fremstu röð.
Ísland í fremstu röð í umhverfismálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Lífstíll | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.