Djöfullinn í ýmsum myndum og sést víða

Djöfullinn virðist vera nokkuð algengt umræðuefni í bandarískum fjölmiðlum þessa dagana.  Ræða Chaves, forseta Venezuvela hefur vakið mikla athygli, en hann virðist fylgja þeirri stefnu sem er nokkuð algeng í umræðum á internetinu, að sá sem notar "stærstu" orðin sé mesti "töffarinn".

Hann hefur enda mikið fylgi á internetinu og virðast margir vinstrisinnarnir vart vatni halda yfir honum. Sem "cultfígúra" kemur hann fram á réttum tíma til að taka við af Castro, sem vissuelga má muna sinn fífil fegri.

Persónulega gef ég ekki mikið fyrir svona "rökræður" og finnst árangursríkara að halda sig við hófsamari stíl. 

En "djöflaræða" hans á þingi Sameinuðu þjóðanna hefur vissulega vakið athygli.  Hér  og hér má sjá viðtöl við Chaves í Time.  Hér er smá grein um Chaves og djöfulinn.

En það eru vissulega fleirum en Chavez tamt að tala um djöfulinn og sjá hann jafnvel í öðru hverju horni.  Þannig telur trúarofstækismaðurinn Jerry Falwell að Hillary Clinton muni vekja sterkari viðbrögð heldur en djöfullinn ef hún býður sig fram til forseta.  LA Times voru með frétt frá fundi Falwell.

Persónulega verð ég að segja að þeir sem sífellt eru að tala um "djöfullinn" og að "guð" sé þeirra megin í baráttunni (sama hver hún er)  finnst mér að öllu jöfnu ekki merkilegir "pappírar". 

Einhvern veginn tengi ég slíka menn alltaf við loddara sem eru að reyna að spila á fáfræði fólks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband