Annasöm helgi - Gamall draumur rætist

Helgin hefur verið nokkuð annasöm hér að Bjórá.  Það byrjaði á föstudaginn, en þá átti konan afmæli, sem auðvitað þýddi ýmsa snúninga, bæði blómabúð og svo þurfti að auðvitað að finna gjöf.  Eins og oftast áður beið ég með það þar til samdægurs, enda ég vonlaus í því að fela hluti.

Við höldum síðan upp á afmælið á laugardaginn, buðum heim fólki og áralangur draumur minn rættist, en það var að elda kalkún, af sverari gerðinni.  Fyrr í vikunni festi ég því kaup á rétt tæplega 8 kílóa kalkún og beið þolinóður með hann í ísskápnum þangað til á laugardaginn.  Þetta er enda þolinmæðisvinna, tók ríflega 5 tíma að steikja hann.  En það var í nógu að snúast á meðan, það þurfti að græja sætu kartöflurnar, skera þær í báta og setja í ofninn, búa til Waldorf salat (alltaf þegar ég bý það til, dettur mér í hug Monty Python og svo aftur Fawlty Towers) sjóða hrísgrjón og steikja með sveppum, beikoni og fleira góðgæti og sjóða niður trönuber og bláber fyrir sósu.

En allt þetta umstang borgaði sig og tókst ljómandi vel og verður þetta ábyggilega ekki í síðasta skiptið sem kalkúnn ratar á borðið hér að Bjórá.

Sunnudagurinn var þó heldur rólegri, fór snemma með foringjann í langan göngutúr með viðkomu á góðum leikvelli.  Undum okkur þar lengi dags, komum síðan heim seinnipartinn. 

Ég fór að slá lóðina, og eftir það þurfti að huga að því að matreiða kalkúnaafganga, þetta er ekkert síðri matur daginn eftir.

Núna er klukkan ríflega 11 og ég er að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fá mér ís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband