Að byrja á að breyta hjá sjálfum sér

Það er stundum sagt að byltingin byrji heima fyrir fyrir, eða að hver og einn þurfi að líta í eigin barm.  Nú eða málshátturinn sem byrjar svo:  Það sem höfðingjarnir hafast að ....

Það var ekki laust við að slíkar hugsanir læddust í huga minn þegar ég las þessa frétt á vef vísis um "Loftlagsfund Sameinuðuþjóðanna" sem er víst haldinn á Balí um þessar mundir.

Aðalvandamálið fyrir þá sem stjórna flugvöllunum á Balí, er hvar eigi að koma öllum einkaþotunum fyrir. 

Hver skyldi losunin í tonnum vera fyrir þá sem mæta á fundinn?  Hvað gæti hann hafa verið minni ef þeir hefðu farið með "venjulegu" áætlunarflugi?

Einhvern veginn finnst mér þetta ekki virka hvetjandi á almenning til að taka þessa hluti, nú eða ráðstefnuna alvarlega.

En auðvitað er það þreytandi og vanþakklátt starf að bjarga heiminu, og nógu þreytandi þó að menn þurfi ekki að fljúga eins og óbreyttur almúginn.

 

"Flugvélafargan á loftslagsfundi

Flugvöllurinn í Balí í Indónesíu rúmar ekki allar þær einkaþotur sem koma til landsins vegna fundar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Fundurinn hófst á mánudag og stendur fram til 15. desember.

Samkvæmt indónesíska fréttamiðlinum Tempo Interaktif hafa sumir fundargestir sem koma á einkaþotum verið beðnir um að leggja vélum sínum á flugvöllum í borgunum Surabaya, Lombok, Jakarta og Makassar. Þeir fá þó að lenda og taka á loft á flugvellinum í Balí, en verða að geyma flugvélarnar utan borgarinnar.- sþs "

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður Tómas,

þarfleg athugasemd hjá þér. Mér hefur einmitt fundist þessi hópur umvherfisverndarsinna sem eru að stússa í að skipta sér af því hvernig aðrir lifa lífinu ekki vera til eftirbreytni.
Menn fljúga heimshornanna á milli til að rífa sig í staðin fyrir að skipuleggja nettan "Webinar".

Gaman að fylgjast með þér í Kanada. Vonandi líður fjölskyldunni nú ljómandi vel. Bestu kveðjur,

Hjördís (X-TD) :-)

Hjördís (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband