23.9.2006 | 03:04
Nýjar flugvélar fyrir Flugfélagið
Var að lesa að Flugfélag Íslands væri farið að hyggja að endurnýjun flugflotans, fljótlega (ef þær eru ekki þegar komnar) munu Bombardier Q100 (Dash 8) vélar koma í flotann og svo mun víst vera í bígerð að leggja Fokkerunum og kaupa Bombardier Q400. Það eru virkilega glæsilegar vélar og verða að teljast við toppinn í skrúfuþotunum.
Þessar vélar eru ákaflega fallegar og hafa reynst afbragðs vel hér í Kanada, en hér má sjá þær víða, enda Bombardier Kanadískt fyrirtæki.
Þó að ég eigi margar góðar minningar tengdar ferðalögum í bæði Fokker og Twin Otter, þá verð ég að segja að ég held að það sé kominn tími á endurnýjunina, þ.e.a.s. ef innanlandsflug fer ekki að falla niður á Íslandi.
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkar: Bloggar, Ferðalög | Facebook
Athugasemdir
Þótt Dash séu fínar og góðar vélar verður nú að segjast eins og er að þær eru fjarri því að vera sömu lúxuskerrurnar og blessaður Fokker 50 er. Dashinn náttúrulega nýtist líklega betur við allskonar aðstæður, en Fokkerinn er algjör Bens. Ég veit ekki hvort Íslendingar almennt gera sér grein fyrir því hvað þeir eru í rauninni með miklar limmósínur í innanlandsfluginu.
Kristján G. Arngrímsson, 23.9.2006 kl. 10:33
Fokker, come on, Fjandi væri nú gott að geta tekið lappirnar með þegar maður flýgur með þessum krumpum.
jhalldorsson (IP-tala skráð) 23.9.2006 kl. 11:59
Q100 eða Dash 8 er nú á engan hátt sambærileg við Fokker, væri frekar borin saman við Twin Otter. En Q400 stendur að ég tel Fokker ekkert að baki, nema síður sé.
En til gamans má þó segja frá því að ég hitti hér konu sem fór með Dash 8 til Íslands fyrir ríflega 20 árum í þeim tilgangi að kynna hana fyrir íslenskum flugfélögum. Hún hló þegar ég sagði henni að starf hennar þá, væri loks að skila árangri.
G. Tómas Gunnarsson, 23.9.2006 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.