21.9.2006 | 20:42
Njóta þeir stuðnings í Valhöll?
Ég stend að nokkru leyti með Ásatrúarfélaginu í þessu máli, enda alltaf borið hlýjar hugsanir í þeirra garð. Að nokkru leyti segi ég, því að ég vil ekki að ríkið jafni styrk til allra trúfélaga. Ég vil að ríkið felli niður styrk til allra trúfélaga.
Ég get ekki séð nokkur rök fyrir því að ríkið sé að innheimta fé fyrir hin ýmsu félagasamtök. Þetta er eitt af því sem ríkið á að láta afskiptalaust.
Hver einstaklingur á að ráða hvaða trúfélagi hann vill tilheyra og jafnframt hvaða fé hann lætur af hendi til þess. Trúfélögin sjálf geta svo sett upp lágmarksfélagsjald ef þau kæra sig um, en þetta á að vera utan lögsagnar stjórnvalda.
Þeir sem vilja standa utan trúfélaga, ættu svo að njóta þess sparnaðar að leggja ekkert fé til slíkra félagasamtaka.
Þetta er réttlætismál.
En svona af því að um er að ræða ásatrúarmenn, þá er ekki hægt annað en að velta upp spurningunni, njóta þeir stuðnings í Valhöll?
Ásatrúarfélagið stefnir ríkinu fyrir að mismuna trúfélögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, Dægurmál, Bloggar, Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.