Sterkur gjaldmiðill?

Það getur verið erfitt að búa við sterkan gjaldmiðil.  Það þekkja Íslendingar og það þekkjum við einnig sem búum hér í Kanada.  Nú eru Evruþjóðirnar að kynnast þessu einnig.  Bandaríkjamenn bjuggu við þetta um árabil, en nú hefur dæmið snúist við hjá þeim.

Sterkur gjaldmiðill gerir útflutning mun erfiðari, rétt eins og Airbus verksmiðjurnar eru að komast að nú, enda mikill munur á stöðu evru gagnvart dollar nú eða fyrir fáum árum.

En skyldu Airbus verksmiðjurnar og aðrir útflytjendur frá Evrusvæðinu fara að mælast til þess að evran verði lögð niður og tekinn upp dollar?

Ég á ekki von á því, enda engan veginn rökrétt, rétt eins og ég hef engan heyrt tala um það í Kanada að réttast væri að taka upp Bandaríska dollarann.

 


mbl.is Veik staða dollars ógnar afkomu Airbus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Oft skiptir ekki meginmáli í hvaða mynt samningar eru, enda breytast þá upphæðir í samræmi við mismunandi verðgildi.  Það getur hins vegar skipt verulegu máli þegar samningar eru gerðir á "föstu" verðlagi, með afhendingu langt fram í tímann.  Það er einmitt málið hjá Airbus og það sama má sjá í verðmyndun á "framtíðarafhendingum" á olíu.  En það sem skiptir þó meginmáli fyrir Airbus er að aðalkeppinauturinn, Boeing, hefur líklega stærri part "kostnaðarköku" sinnar í dollurum en Airbus.  Dollarinn er svo ráðandi í alþjóðaviðskiptum með flugvélar, rétt eins og svo margt annað.

En það er auðvitað ekki langt síðan að þróunin var í hina áttina, evran veiktist gagnvart dollar, sem auðvitað kom Airbus til góða en var erfiðara fyrir Boeing.

G. Tómas Gunnarsson, 23.11.2007 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband