20.11.2007 | 07:42
Lögmætar ákvarðanir á ólögmætum fundi?
Mér finnst þetta stórmerkileg en illskiljanleg frétt.
Setningin: "Fellst sáttinn í því að Orkuveitan viðurkennir að eigendafundurinn 3. október hafi verið ólögmætur og Svandís fellur frá kröfu um að ákvarðanir fundarins verði dæmdar ólögmætar þar sem þær hafa þegar allar verið dregnar til baka, segir Ragnar.", gengur ekki upp í mínum huga.
Ef fundurinn er ólögmætur, hvernig er þá hægt að falla frá kröfu um að ákvarðanir á þeim fundi séu ólögmætar. Segir það sig ekki sjálft að það væri eðlilegast að standa á þeirri kröfu, þar sem varla hafa verið teknar lögmætar ákvarðanir á ólögmætum fundi.
Það væri líka gaman að heyra álit löglærðra manna á því að ákvarðanir séu dregnar til baka og að þær séú lýstar ólögmætar. Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að það geti skipt máli, ef mál vegna hugsanlegs tekjutaps, vegna þessara sömu ákvarðana, yrði höfðað.
Það er nauðsynlegt í þessu máli að fara yfir atburðarásina og framkvæmdina, hvernig stjórnin stóð að því að veita heimildir og hvernig embættismenn unnu með þær heimildir, sérstaklega hvað varðar saminga.
Það getur líka verið lykilatriði ef kæmi til skaðabótakrafna, því það hlýtur að teljast verulegt vafaatriði, hvort að fyrirtæki getur verið ábyrgt fyrir samningi, sem starfmaður þess undirritar án heimildar stjórnarinnar.
En þetta er líklega ekki síðasti þátturinn í þessarri "sápu".
Sátt í máli Svandísar gegn OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti | Facebook
Athugasemdir
Þessi "sátt" er auðvitað algjört grín. Vísa í athugasemd mína á bloggi Ólínu Þorvarðardóttur.
Það eina góða í þessu máli er hins vegar það að nú verður Svandís að ná samkomulagi við GGE því að hún má ekki við því að GGE fari í skaðabótamál við Orkuveituna. Verði farið í það mál þá verður raunverulega dæmt um það hvort fundurinn hafi verið löglegur eða ekki. Niðurstaðan úr því er augljóslega ekki Svandísi í hag og því verður hún að semja vel við GGE þannig að hún verði ekki afhjúpuð.
Það góða við það er að þegar þeir samningar nást getur útrásin haldið áfram. Það slæma er að maður á aldrei að setja sig í svona slæma samningsstöðu þegar maður er að fara inn í samningaviðræður. Það er ljóst að þá nær maður verri samningum f.h. OR og almennings en maður annars næði.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 20.11.2007 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.