Af innflytjendum og ferðamönnum.

Ég ætla ekki að vera að ausa úr mér hvað varðar hinn sorglega atburð sem átti sér stað á flugvellinum í Vancouver.  Til þess eru aðrir betur fallnir en ég.  Ég vil þó vekja athygli á góðri umfjöllun Globe and Mail um málið sem má t.d. sjá hér, hér og hér.

Hitt vil ég þó segja að það er löngu tímabært fyrir Kanada að fara yfir alla þætti "innflytjenda og útlendingaeftirlits" í landinu.  Því miður er það svo að það er ákaflega stirt kefi og þangað virðist hafa hrúgast inn ákaflega óhæft starfsfólk.´

Sjálfur hef ég ekki undan miklu að kvarta, þó að vissulega væri það pirrandi að vera tekinn til hliðar og spurður spjörunum úr (þó ekki í bókstaflegri merkingu) og tafinn í langan tíma,  fyrir það eitt að vera "full tíður" gestur í landinu (þetta var áður en ég flutti hingað fyrir fullt og allt).

En það eru því miður til margar leiðinlegar sögur þó að þær hafi ekki kostað lif eins eða neins.

Mexíkönsk stúlka sem ég kynntist lítillega þegar hún var hér um nokkurra mánaða skeið til að læra Ensku, fór án fyrirvara til baka, þegar hún lenti í því að móðir hennar sem ætlaði að heimsækja hana í Toronto og eyða með henni síðustu 10 dögunum, var stoppuð á flugvellinum, neitað um inngöngu í landið og þurfti að yfirgefa landið daginn eftir.  Allt var þetta vegna einshvers óskildgreinds gruns um að hún hefði ekki í hyggju að yfirgefa landið aftur.  Það er þó rétt að taka það fram að þetta voru ekki bláfátækir Mexikanar, enda ekki algengt að þeir sendi börn sín til Enskunáms í nokkra mánuði erlendis.

Ég skemmti mér líka konunglega í Úkraínsku brúðkaupi sem okkur Bjórárhjónunum var boðið til fyrir nokkrum árum.  Það eina sem varpaði skugga á samkomuna var að foreldrum brúðarinnar hafði verið neitað um vegabréfsáritun til Kanada til að vera viðstödd atburðinn.  Ástæðan líklega sú sama, einhver óskilgreindur grunur um að þau myndu ekki yfirgefa landið að viðburðinum loknum.

Vissulega er það svo að hér er nokkuð um ólöglega innflytjendur sem hafa komið hingað sem ferðamenn.  Eitthvað er um rassíur (aðallega á byggingarsvæðum) og brottvísanir eru framkvæmdar og eru vissulega umdeildar.

En lausnin getur ekki verið að líta á fyrirfram á fólk sem glæpamenn.  Í hvert sinn sem vikið er frá reglunni, saklaus uns sekt er sönnuð er hætta á ferðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband