15.11.2007 | 00:28
Engin tilviljun
Það er auðvitað engin tilviljun að Schumi er sjöfaldur heimsmeistari og á flest þau met sem hægt er að eiga í Formúlunni. Maðurinn er einfaldlega snillingur.
Ferrari þarf einmitt á manni eins og honum að halda, ekki til þess að halda titlunum á næsta ári, heldur til þess að starfa að bílprófunum og þróun. Persónulega hef ég enga trú á því að hann snúi aftur til keppni, né myndi ég ráðleggja honum það ef hann slægi á þráðinn og spyrði mig ráða.
En nú þegar það er ljóst að Ferrari mun þurfa að keppa við Brawn á meðal annarra liðstjórnenda er það ljósara en nokkru sinni að Ferrai þarf á öllu sínu að halda, þar á meðal kröftum Schuma, til að halda í titlana tvo á næsta ári.
Schumacher aftur fljótastur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.