Lagðar lífsreglurnar

Það var í gærdag, nokkru á eftir að dóttir mín hafði dundað sér við það að "rúlla út" allri klósettrúllunni, og hlotið nokkrar skammir fyrir, að eftirfarandi samtal átti sér stað hér að Bjórá.  Þá hafði Foringinn tekið stúlkuna afsíðis og lagði henni lífsregurnar.  Samtalið var á þessa leið:

"Þú veist Jóhanna að þú mátt ekki fikta í klósettrúllunni, þú mátt ekki snerta hana.  Þú verður líka alltaf að gera það sem pabbi og mamma segja.  (smá þögn).  Og líka það sem ég segi."

Blaðað í laufunum

Litlum sögum fer af undirtektum Jóhönnu, endÍ skjóli laufblaðannaa ekki kominn það á legg að hún geti svarað fyrir sig.

Annars var dagurinn í gær góður haustdagur og var notaður til að raka saman lauf í garðinum og undirbúa hann fyrir veturinn.  Flestir fjölskyldumeðlimir tóku þátt, ég rakaði og börnin skemmtu sér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband