12.11.2007 | 16:06
Iceland's Financial Sector
Það er ekki oft sem að minnst er á Íslenskan fjármálamarkað í blöðum hér í Kanada, þó að vissulega hafi Íslensk fyritæki verið til umfjöllunar, sérstaklega þegar þau hafa verið að kaupa upp Kanadísk fyrirtæki eins og gerst hefur undanfarin misseri.
En í helgarútgáfu "Globe and Mail", mátti lesa eftirfarandi klausu í þeim hluta blaðsins sem helgaður er fjármálum, "Globe Investor Weekend". Þar skrifar Angela Barnes dálk undir heitinu Stocks Around the World This Week.
"Iceland: Iceland´s financial has come dependent on external debt to finance strong local credit demand and is therefroe vulnarable to any restrictions in global credit. Given the worries that have benn surfacing about global credit conditions, it is not surprising that investors pushed prices of the Icelandic banks lower. The OMX Iceland 15 index fell almost 9% over the week."
Ísland er þarna í hópi Mexico, Hollands, Ástralíu og Japan, yfir þau lönd sem haf vakið sérstaka athygli í vikunni, fyrir utan auðvitað yfirgripsmikla umfjöllun sem er um Kanadísk og Bandarísk verðbréf.
Þó er Íslenska vísitalan ekki á meðal þeirra sem nefndar eru í dálkinum "International Indexes", ekki enn alla vegna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.