2.11.2007 | 03:01
Fyrstu skrefin og
Fyrstu skrefin eru ekki alltaf auðveld, reyndar má líklega segja að þegar um sé að ræða allra fyrstu skrefin eru þau aldrei auðveld. En núna er Jóhanna farinn að hlaupa um. Þó er líklega ekki rétt að segja að hún hafi verið fljót til gangs. En það er líklega um það bil hálfur mánuður síðan hún tók fyrstu skrefin alveg óstudd. Viku seinna var þetta stutta myndband tekið og þá þegar var hún allt komin á fleygiferð. Núna skokkar hún á milli stofu og herbergja hér að Bjórá eins og ekkert sé. Það er sagt að vika sé langur tími í pólítík, en það á ekki síður við í þegar talað er um þroska smábarna. Hér er svo aftur stutt myndband frá Halloween skemmtun sem var í Eistneska leikskólanum síðasta laugardag, það er verið að syngja. Það væri synd að segja að hamingjan geisli af Foringjanum í þessu myndbandi. Hann segir enda sjálfur að söngur sé ekki fyrir hann. En hér sem oft áður segja myndir meira en mörg orð.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.