16.9.2006 | 16:06
"Loose Screw/Change" önnur sjónarmið.
Eins og margir vita eflaust hefur "heimildamyndin" Loose Change vakið mikla athygli nú nýverið. Það hefur svo sem ekki verið neinn skortur á samsæriskenningum fyrir, en með því að setja saman nokkuð heillega kvikmynd sem er ókeypis á netinu hefur höfundum hennar og frameiðendum tekist að kveikja mikið "buzz".
Ég fékk í tölvupósti í morgun þar sem kunningi minn var að segja mér af myndinni (ég hef ekki haft tíma til að glápa, en hef þó gripið niður í henni), og benti mér jafnframt á góðan bloggara sem hefði skoðað málið og kæmist að annari niðurstöðu. Vildi hann endilega vekja athygli mína á þessu og hvatti mig til að skoða myndina og hafa þetta til hliðsjónar.
En á forsíðunni er vitnað til fjögurra kafla þar sem höfundur bloggsins telur sig sanna lygar og misfærslur Loose Change.
The Top Lies and Deceptions of Loose Change 1-10
The Top Lies and Deceptions of Loose Change 11-20
Top Lies and Deceptions in Loose Change 21-30
Top Lies and Deceptions In Loose Change 31-37
Á þessari vefsíðu má svo horfa á útgáfu af Loose Change þar sem athugasemdum hefur verið bætt inn í myndina. Hér er svo listi yfir ýmsar heimildir sem hafa verið notaðar þar.
En auðvitað er það því sem næst ómögulegt fyrir hvern og einn að athuga heimildir á bak við hvort sum sig, Loose Change, eða þá sem segja að þetta sé vitleysan ein. Það er einmitt það sem samsæriskenningar "lifa" á.
En ég hvet þá sem hafa gaman af slíkum kenningum að skoða hvoru tveggja.
Þeir sem hafa svo gaman af því að búa til litlar samsæriskenningar sjálfir, hvet ég til að þeir velti því fyrir sér hvers vegna þetta er svo sterkt í umræðunni akkúrat núna.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 20:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.