23.10.2007 | 21:06
Til fyrirmyndar
Ég rakst á stutta en sérlega ánćgjulega frétt á vef RUV í dag, en fréttina má lesa hér. Ţar segir af ţeirri ákvörđun Ragnheiđar Ríkharđsdóttur fyrrum bćjarstjóra í Mosfellsbć og núverandi alţingismanns ađ segja sig úr bćjarstjórn Mosfellsbćjar.
Ég hef alltaf veriđ ţeirrar skođunar ađ ţađ fari illa saman ađ sitja í sveitarstjórnum og á Alţingi og ţví fagna ég ţessari ákvörđun Ragnheiđar og tel hana reyndar alveg hreint til fyrirmyndar.
Fréttina í heild má svo lesa hér ađ neđan.
"Ragnheiđur hćttir í bćjarstjórn
Ragnheiđur Ríkharđsdóttir ţingmađur hćttir í bćjarstjórn Mosfellsbćjar á morgun. Hún var áđur bćjarstjóri ţar til hún var kjörin á ţing í vor. Ragnheiđur segir ţađ ekki fara saman ađ sitja á báđum stöđum; skyldur í ţingi og bćjarstjórn skarist of mikiđ.
Alls sitja 3 ţingmenn Sjálfstćđisflokks í bćjarstjórnum: Kristján Ţór Júlíusson er forseti bćjarstjórnar Akureyrar, Björk Guđjónsdóttir forseti bćjarstjórnar Reykjanesbćjar og Ármann Kr. Ólafsson er í bćjarstjórn Kópavogs. Gunnar Svavarsson, Samfylkingu er í bćjarstjórn Hafnarfjarđar og ţingmađur Framsóknar, Birkir Jónsson, situr í bćjarstjórn Fjallabyggđar."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Í Varmá, fréttariti Sjálfstćđismanna í Mosfellsbć, segir ađ RR hafi tilkynnt um ákvörđun sína á samkomu flokksmanna í bćnum. Haft er eftir ţingmanninum:
,,Ţađ hafi veriđ ćtlun sín ađ sinna báđum störfum enda fordćmi fyrir slíku. Ţađ hefđi hins vegar komiđ í ljós ađ fundir bćjarstjórnar og ţingflokks séu á sama tíma svo ţađ gangi ekki upp ađ sinna bćđi ţingmennsku og störfum bćjarstjórnar. Ţví geri hún ţađ međ trega ađ segja sig frá bćjarstjórn."
Eiríkur St. Eiríksson (IP-tala skráđ) 23.10.2007 kl. 22:04
Í mínum huga skiptir ţađ ekki mestu máli á hvađa forsendum Ragnheiđur tók ţessa ákvörđun, heldur ađ hún tók hana. Ţađ er ađ segja ađ hún fann ađ ţessi tvö störf sköruđust og erfitt var ađ vinna ţau á sama tíma. Ţó get ég sagt ađ ég hefđi frekar viljađ sjá ađrar ástćđur en nefndar eru í athugasemdininni hér ađ ofan.
En svo geta menn líka velt ţví fyrir sér hvort ađ skyldur hinna sem nefndir eru í frétt RUV stangist aldrei á tímalega séđ, svo ađ mađur byrji nú ekki ađ hugsa um hagsmunaárekstra.
G. Tómas Gunnarsson, 24.10.2007 kl. 03:01
Alveg ótrúlegt ađ horfa uppá Kristján Ţór Júlíusson stjórna öllu hérna á Akureyri ţó svo ađ hann sé alţingismađur, Ragnheiđur ćtti ađ lesa ađeins yfir honum um ţetta mál. Held ađ allir Akureyringar yrđu frelsinu fegnir ef Kjúlli sinnti bara alţingi og gerđi ţađ ábyggilega vel en hans tími er liđinn í bćjópólitíkinni hérna.
Rúnar Haukur Ingimarsson, 24.10.2007 kl. 08:53
Ţađ er međ ólíkindum hve miklir dugnađarforkar sumir ţingmenn eru: Sitja á Alţingi, sitja í sveitarstjórn og stunda meistaranám viđ háskóla. Vonandi verđur ekkert útundan.
Einn ađ austan (IP-tala skráđ) 24.10.2007 kl. 20:15
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.