23.10.2007 | 17:54
Saving Indonesia?
Ég er alveg hissa ef hæstvirtur iðnaðarráðherra segir Indónesum ekki frá því hvílíkt feigðarflan það er að ætla að fara að byggja álver sem eigi að nýta "græna" orku landsins.
Hann hlýtur að segja þeim frá því að slíkar ætlanir séu líklegar til að skipta þjóðinni í tvær andstæðar fylkingar sem séu ekki líklegar til að ná sáttum. Ennfremur hlýtur hann að vara við því að uppspretti hópar innlendra sem erlendra mótmælenda sem geri allt sem þeir geti til að tefja framkvæmdir.
Hann hlýtur að vara Indónesíska ráðamenn við því að þetta geti orðið til þess að þeir gætu orðið í vandræðum með að uppfylla skilyrði Kyoto og mæla eindregið á móti því að Indónesar sækist eftir nokkrum undanþágum á þeim forsendum að um sé að ræða "græna" orku.
Hann hlýtur að hvetja Indónesa til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, eða alla vegna atkvæðagreiðslu í þeim sveitarfélögum sem koma til með að standa næst fyrirhuguðum álverum. Hann hlýtur líka að segja þeim að ef Indónesar stefni að því að yfirgefa "þriðja heiminn", þá byggi þeir ekki álver, enda séu slík ver ekki byggð hjá þróuðum ríkjum.
Eða hvað?
Indónesar lýsa áhuga á samstarfi varðandi álframleiðslu og fiskveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
Ég spyr, er Össur iðnaðarráðherra Íslands eða Indónesíu??? Á meðan landsbyggðinni blæðir út vegna atvinnubrestar sökum niðurskurðar á fiskveiðiheimildum um 30%, þá gerir Össur ekki nokkurn skapaðan hlut til að bæta atvinnuástand á landsbyggðinni. Þvert á móti ætlar hann að flytja út störf til annarra landa. Ég held því fram, að álver muni aldrei rísa á Bakka við Húsavík og það er ekki nokkur vafi á því, að Össur og co hafi aldrei ætlað að svo yrði.
Samfylkingin er and-landsbyggðarflokkur sem samanstendur af 101 Reykjavík fólki sem lykilfólki í stjórnmálastarfi þessarar fylkingar. Þetta sést best á því að flokkurinn sækir fylgi sitt að mestu leiti af Höfuðborgarsvæðinu og hugsar bara um að stjórna því svæði og svo að gera sig breiða úti í heimi, sbr. Össur úti í Indónesíu og brambolt Ingibjaragar með framboð Íslands til Öryggisráðs Sameineiðuþjóðanna. Samfylkingin er gjörsamlega úr tengslum við það svæði á Íslandi sem stendur fyrir utan Höfuðborgina og hafa engan áhuga á landsbyggðinni yfirleitt.
Gunnar Þórðarson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.