Leikskóli

Nú fórum við feðgar í fyrsta skipti í leikskóla í morgun.  Þetta er nú ekki "alvöru" leikskóli, heldur aðeins rétt um 2 og hálfur tími, Eistneskur leikskóli sem er aðeins starfræktur á laugardögum.

Þetta gefur Foringjanum kærkomið tækifæri til að hitta fullt af öðrum krökkum og ekki er verra að Eistneska er "opinbera" tungumálið í leikskólanum þannig að hann fær góða þjálfun í málinu.

Ég vildi óska að það væri sambærilegur Íslenskur leikskóli sem ég gæti sent hann í sömuleiðis.

En Foringinn var eins og "fiskur í vatni", enginn vandamál á þeim bænum.  Þó að hann blandaði sér ekki í hópinn alveg strax og vildi frekar keyra bílana en að föndra með fóstrunum, þá kunni hann frá upphafi vel við sig og var sáttur þegar pabbi fór eftir ca. 20 mínútur.

Svo var hann sóttur ríflega 2 tímum seinna, sæll og glaður og farinn að hlakka til að fara aftur eftir viku.

Þetta þýddi svo auðvitað að ég missti hér um bil alveg af tímatökunum í morgun, en það er ekki ástæða til annars en að líta á björtu hliðarnar, leikskólinn er þó á laugardögum en ekki sunnudögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband