... og minni aura í vasann....

Það er auðvitað hárrétt hjá Bernie að það hefði verið gríðarlegt áfall fyrir Formúluna ef McLaren hefði verið dæmt í keppnisbann, eins og þeir hafa þó ef til vill átt skilið.

Þess vegna vil ég nú meina að þetta hafi verið hálfgerður "Salómon", eins og ég bloggaði um hér.

Fjárhagstjónið hefði orðið mun meira fyrir McLaren, áhorf hefði minkað og þar með líklega tekjur allra liðanna og auðvitað ekki síst Bernies, því sjónvarpsrétturinn hefði líklega sömuleiðis lækkað í verði.


mbl.is Ecclestone barðist fyrir því að McLaren fengi að keppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gúrúinn

Það er reglulega pirrandi finnst mér þegar græðgissjónarmiðið verður ofan á og afsakanir framreiddar samkvæmt því. Þeir sem svindla eiga ekki að njóta þess að refsingin fyrir glæpinn minnkar hagnaðinn hjá hinum. Trúverðurleikinn tapar í þeim leik og um leið áhorfið enda minna gaman að horfa á Formúla eftir svona spillingarmál en áður vitandi að það fer órefsað að mestu af því að annars tapa menn peningum. 

Gúrúinn, 15.9.2007 kl. 21:25

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég get að mörgu leyti tekið undir þessi orð hér að ofan, en þó er það svo hér sem svo víða annars staðar að meiri hagsmunir eru látnir víkja fyrir þeim minni. 

Svo er það vissulega umdeilanlegt hverjir eru stærri hagsmunirnar til lengri tíma litið.

En ég er þeirrar skoðunar að líklega hafi þetta þó verið "Salómon" eftir allt saman, enda niðurstaðan þokkalega ásættanleg fyrir flesta, þó að vissulega megi færa sterk rök fyrir því að ökumenn McLaren (í það minnsta Alonso og De La Rosa) hafi átt harðari refsingu skilið.  Jafnvel að missa keppnisleyfi í einhvern tíma.

En auðvitað hefur McLaren unnið Formúlunni stórtjón með framferði sínu.  Þeir gefa í skyn nú að þeir muni líklega una dómnum, og eru með því að játa sekt sína að ég tel, þó að slíkt fylgi ekki með í kaupunum.

Ég er einn af þeim sem trúi því ekki að nokkuð þessu líkt geti gerst án þess að æðstu yfirmenn hafi vitneskju um málið.

G. Tómas Gunnarsson, 15.9.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband