14.9.2007 | 21:03
Vantar ekki eitthvað?
Mér þykir þessi frétt mbl.is frekar þunn í roðinu. Vissulega virðist FIA taka þann pól í hæðina að ekki sé hægt að hafa upplýsingar um tæknihönnun undir höndum, án þess að nota hana beint, eða óbeint. Ég get tekið undir það, enda hef ég áður lýst þeirri skoðun minn að slíkt sé varla mögulegt.
En það er fróðlegt að bera þessa frétt saman við frétt The Times um sama mál. Þá frétt má finna hér.
Þar má m.a. lesa eftirfarandi:
"In their 15-page judgment released today, the FIA have published details of emails exchanged between Alonso and test driver Pedro de la Rosa regarding the Ferrari secrets, which were initially received by McLaren's chief designer, Mike Coughlan, who has been suspended, from the former Ferrari chief mechanic, Nigel Stepney.
The emails show unequivocally that both Mr Alonso and Mr de la Rosa received confidential Ferrari information via [Mike] Coughlan," the statement said.
Both drivers knew that this information was confidential Ferrari information and that both knew that the information was being received by Coughlan from [Nigel] Stepney.
Coughlan was suspended from his position as McLaren chief designer on July 3, the same day Ferrari sacked Stepney as their head of performance development.
It is understood Stepney forwarded a 780-page technical dossier to Coughlan, an accusation the former continues to deny.
But one email exchange between De La Rosa and Alonso dated March 25, 2007, is particularly damning. It initially relates to the weight distribution of Ferraris cars as set up for the Australian Grand Prix on March 18.
De La Rosa then concludes: All the information from Ferrari is very reliable. It comes from Nigel Stepney, their former chief mechanic - I dont know what post he holds now.
Hes the same person who told us in Australia that Kimi [Raikkonen] was stopping on lap 18. Hes very friendly with Mike Coughlan, our chief designer, and he told him that.
On the eve of testing the McLaren car in a simulator, De la Rosa wrote an e-mail to Coughlan on March 21 to provide information about the red Ferrari setup, according to another section of the FIA ruling.
It said: Hi Mike, do you know the Red Cars Weight Distribution? It would be important for us to know so that we could try it in the simulator. Thanks in advance, Pedro. "
Ef þetta eru ekki sannanir um grófar iðnaðarnjósnir og "óíþróttamannslega" framkomu, þá veit ég ekki hvernig sú framkoma er.
Trúir einhver að þetta hafi verið að gerast án þess að Ron Dennis og aðrir yfirmenn liðsins hafi vitað nokkuð?
Í ljósi þessa er refsing McLaren síst of þung. Í raun sleppa ökumennirnir (í það minnsta Alonso og De La Rosa) of auðveldlega.
P.S. Það má bæta hér við að fróðlegt er að lesa frétt ITV um þetta sama mál, en hana má finna hér.
Þar er farið betur yfir málið og meiri upplýsingar sem renna stoðum undir sekt McLaren.
Það er ljóst að með framferði sínu hefur McLaren stórskaðað íþróttina.
Íþróttaráð FIA viðurkennir að hafa engar sannanir fyrir gagnanotkun af hálfu McLaren | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrir þá sem vilja meta niðurstöðurnar, þá er skýrsla WMSC aðgengileg. Fróðleg lesning.
http://www.fia.com/resources/documents/17844641__WMSC_Decision_130907.pdf
Hallgrimur Einarsson (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 03:05
Bestu þakkir fyrir þennan link. Þetta er fróðleg lesning og gott að hafa.
G. Tómas Gunnarsson, 15.9.2007 kl. 04:27
Hin "roðlitla" frétt snýst ekki um tölvupósta de la Rosa og Alonso eins og þetta blogg gerir. Það er ekki hægt að bera saman appelsínu og epli, eða hvað? Um tölvupóstana kemur fram í öðrum fréttum formúluvefjar mbl.is.
Það skal sagt afdráttarlaust, að þeir eru skemmandi fyrir de la Rosa, fyrir Alonso og fyrir McLaren. En um alvöru þeirra, t.d. með tilliti til refsinga, verður að horfa á það í samhengi við staðhæfingar de la Rosa að upplýsingarnar hafi á endanum ekki verið nýttar með neinum hætti.
Ágúst Ásgeirsson, 15.9.2007 kl. 09:25
Það er einmitt að að mbl.is ákveður að fjalla ekki um tölvupóstana í fréttinni sem gerir hana eins og ég orðaði það "þunna í roðinu".
Fréttin hefur fyrir mér það yfirbragð að vera skrifuð til að gera lítið úr sök McLaren.
Það virðist sem á köflum hafi ökumenn McLaren verið að "panta" gögn og útbúið allt að því "verslunarlista" yfir gögn frá Ferrari. Það kemur líka fram að í það minnsta eitt skipti virðist keppnisáætlun Ferrari hafa verið lekið til McLaren.
Það er líka nokkuð merkilegt að skrifa fréttir með það í huga, að virðist, að lesandi hafi lesið allar aðrar fréttir um sama mál.
Það er að sjálfsögðu erfitt að sanna hvort að tiltekna hönnun megi rekja til þessarra eða hinn upplýsinganna. Hitt þykir mér þó ljóst að menn eru ekki að "panta" upplýsingar vegna þess eins að hafa eitthvað að lesa fyrir svefninn. Auðvitað nýtast þær með einum eða öðrum hætti.
Svo verð ég að segja að mér þykir með eindæmum ef menn virkilega trúa því að allt þetta hafi gengið á og þessar upplýsingar gengið á milli manna án þess að Ron Dennis hafi vitað nokkuð af málinu.
G. Tómas Gunnarsson, 15.9.2007 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.