14.9.2007 | 16:45
Ljótt ef satt er
Ef þetta er rétt er það vissulega hið merkilegasta mál. Það hafa margir velt yfir því vöngum hvernig FIA hafi komist á snoðir um tölvupóstana.
En mér þykir þessi setning í fréttinni athygliverð: "Með því vildi hann og undirstrika að lið hans hafi sýnt fullan heiðarleika við rannsókn njósnamálsins."
Þetta sýnir að að mínu mati hve (ef það er satt að upplýsingarnar hafi komið frá Ron Dennis) hve ákaflega óheiðarlega McLaren og Ron Dennis hafa komið fram í þessu máli.
Það má telja næsta víst að Dennis hafi vitað allan tíman af því að McLaren hafði þessar upplýsingar undir höndum (ótrúlegt ef ökumenn eru að senda upplýsingar sín á milli, en "bossinn" veit ekki neitt), en leikur sakleysingja fram í rauðan dauðan.
Ég get því ekki verið sammála þeirri túlkun mbl.is, að með þessu hafi Dennis sýnt einhver heilindi, enda líkist þetta meira í mínum huga því að reyna að lágmarka tjónið, sem auðsýnilega er yfirvofandi. Svona eins og mafíósi sem gefur sig fram þegar handtaka er yfirvofandi.
En hvernig baráttan á milli Dennis og Alonso fléttast inn í þetta er athygliverð kenning. Skýrir líka ef sönn er hvers vegna Alonso var ekki viðstaddur dóminn í gær.
Í mínum huga undirstrikar þetta sekt Mclaren ef satt reynist.
Ron Dennis ljóstraði sjálfur upp um rafpósta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég skil ekki alveg þessa FIA sönnunarfærslu hjá þér.
Samkvæmt þessu að þá þurfti Alonso að segja honum að hann hefði hugsanlegar skaðlegar upplýsingar.
Þá var málið þegar farið af stað og Ron örugglega athugað hvað væri til í þessari hótun Alonso.
Reyndar getur verið að Ron hafi vitað þetta áður en þar með ekki sagt að hann hafi vitað þetta áður en rannsóknin byrjaði.
Óheillindin þarna eru frá Alonso hálfu því hann hótar því að skaða liðið sem hann er í. Hver vill þannig mann í sitt lið?
Ron er síðan ekkert endilega að sýna eitthver heillindi. Ég hefði ekkert endilega sagt frá því ef ég hefði komist að því eftir á að ökuþórarnir hefðu verið svona vitlausir að nota ólögleg gögn. En það var líklega hið eina rétta að slá vopnin úr höndunum á Alonso.
Ingólfur, 14.9.2007 kl. 18:06
Alonso þurfti ekki að segja honum að hann hefði gögnin, heldur hótaði hann að fara með þau til FIA. Þá virðist sem Ron Dennis hafi frekar viljað vera á undan. Reyna að takmarka skaðann, sem var hvort eð er yfirvofandi.
Sbr. úr fréttinni: "Dennis er hins vegar sagður ekki hafa kært sig um að Alonso yrði fyrri til að "flauta" og farið sjálfur strax til FIA og sagt sambandinu af tölvusamskiptum Alonso og Pedro de la Rosa varðandi upplýsingar um keppnisbíla Ferrari."
Það verður að teljast meira en lítið ótrúlegt ef ökumenn og tæknimenn liðsins eru að nota illa fengnar upplýsingar og "bossinn" hefur ekki hugmynd um það.
Þá er Dennis einfaldlega út á þekju og ákaflega vanhæfur stjórnandi.
Það eru ekki bara ökumennirnir sem eru að nota ólögleg gögn (ef þetta allt er satt og rétt) heldur lika tæknimennirnir og þar með liðið allt.
G. Tómas Gunnarsson, 14.9.2007 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.