Tekst Blair að hætta með reisn, eða endar þetta með "halldóri" hjá honum?

Mikil umræða er nú í gangi víðsvegar um heiminn hvenær  Tony Blair ætli að stíga niður af stóli forsætisráðherra Bretlands.  Umræðan verður æ farsakendari og minnir æ meira á þokkalega skrifaða breska "kómedíu".

Það eru "lekar", og það finnast "memó" og svo þar fram eftir götunum.  Orðið "legacy" heyrist æ meir, bæði með jákvæðum og neikvæðum tóni.  "Spunameistarnir" eru að verða umræðan í stað þess að stjórna henni.

Þetta fer að minna á afsögn annars forsætisráðherra.

En þó að ég hafi nú aldrei verið ákafur stuðningsmaður Blair, tel ég hann eiga betra skilið, að flestu leyti hefur hann staðið sig prýðis vel sem forsætisráðherra Bretlands. Hann færði Verkamannaflokkinn til samtímans og efnahagur Breta hefur staðið með miklum blóma á hans "vakt".

En það er algengt að stjórnmálamönnum gangi illa að þekkja sinn vitjunartíma eins og sagt er.  Þeir skilja oft ekki þegar er farið að halla undan fæti og best er að stíga niður. 

Stundum er betra að hætta í miðju kafi, heldur en að klára "handritið", það er enginn ómissandi.

"Kirkjugarðar" stjórnmálanna eru fullir af "ómissandi fólki".


mbl.is The Sun segir að Blair muni hætta sem forsætisráðherra í júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband