Að selja

Bjórárfjölskyldan hefur verið í mikilli yfirreið um sveitirnar hér í nágrenninu undanfarna daga, enda ætlunin að finna sér borðstofuborð sem passar í stofuna og þolir sömuleiðis ágang fjölskyldunnar.  Þeirri leit er nú lokið, gengið verður frá pöntun á föstudaginn, en það sem vakti athygli mína svona umfram borðin er það að allir eru að selja eitthvað í sveitinni.

Ja reyndar ekki alveg allir, en ótrúlega margir.  Þegar ég hugsaði til síðustu færslu hér, þá gladdi það mig að sjá hve margir voru að selja beint.  Brún egg á einum bæ, sýróp á öðrum, maís og annað grænmeti á þeim þriðja, kjöt á þessum bæ og blóm á öðrum.

Sumir voru með lítla söluskála, en aðrir höfðu þetta einfalt í sniðum, bara pallur þar sem á voru nokkrir pokar með tómötum, blómum eða eplum og fólk beðið að setja peningana í gamla vindlakassann sem þarna var við hliðina.  Einfaldara gerist það ekki.

Ég veit ekki hvað skatturinn segir við þessu, en vissulega gerir það öll mál einfaldari hér í Kanada að enginn virðisaukaskatur er á matvælum.

Við keyptum sittlítið af hverju á nokkrum stöðum allt saman yndælis vörur.  Maísinn er ótrúlega góður svona "beint af akrinum" og fátt er betra en að kaupa nýtínd epli, ja nema að tína þau sjálfur.

Það er ljómandi hugmynd að Íslenskir bændur fari að selja beint til neytenda í auknum mæli.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband