4.9.2006 | 20:03
Skrýtnar tilviljanir? Góður spuni?
Það er eins og það hafi ekki margir stjórnmálamennirnir nennt að ómaka sig til að skoða Hengilssvæðið, það eru eingöngu 4. Samfylkingarmenn og svo Steingrímur J. enda hann líklega vongóður um að kaffi væri með í för.
Aðrir íslenskir stjórnmálamenn láta sig málið líklega litlu, eða engu varða, eða hvað?
En svo rakst ég reyndar á athugasemd á mbl.is:
"Vegna frétta í gær og í dag af reiðtúr um Hengilssvæðið þar sem forráðamenn Eldhesta voru sagðir hafa boðið þingmönnum og sveitarstjórnarmönnum í skoðunarferð um hugsanlegt virkjanasvæði Orkuveitu Reykjavíkur er rétt að taka fram að þingmönnum Sjálfstæðisflokksins var ekki boðið fyrir milligöngu undirritaðrar, Grétu Ingþórsdóttur, eins og algengt er um slík boð, að því er fram kemur í athugasemd frá Sjálfstæðisflokknum.
Þeir þingmenn sem undirrituð hefur haft samband við, kannast ekki við að hafa verið boðið og borgarfulltrúar ekki heldur. Samkvæmt upplýsingum frá Hróðmari Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Eldhesta, var reynt að ná í þrjá eða fjóra þingmenn með eins dags fyrirvara. Ekki náðist í nema einn og sá gat ekki þegið boðið. Af fréttum um ferðina að má draga þá ályktun að öllum þingmönnum og öllum borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins hafi verið boðið en enginn þeirra þegið. Hið rétta er að ekki nema einn vissi um ferðina og sá sér ekki fært að þiggja hana með svo skömmum fyrirvara," að því er segir í athugasemd."
Athugasemdina má finna hér.
Sem sagt, Eldhestar voru að bjóða öllu þessu fólki með dags fyrirvara, þannig að líkega hafa ekki nema þeir stjórnmálamenn sem voru með auða "dagbók" haft tök á því að koma, nema auðvitað að einhverjum hafi verið boðið með lengri fyrirvara?
En til allrar hamingju náðu formenn Samfylkingar og VG að koma í reiðtúrinn, alþingismaður Samfylkingar af Suðurlandi sömuleiðis, 1. borgarfulltrúi Samfylkingar og eini fulltrúi Samfylkingarinnar í sveitarstjórn Ölfus var líka í reiðtúrnum. Það kemur hins vegar ekki fram í fréttinni að varamaður Dagbjartar Hannesdóttur í sveitarstjórn Ölfuss, var líka með í ferðinni.
Hann ku víst heita Hróðmar Bjarnason og hafa að aðalstarfi að vera framkvæmdastjóri Eldhesta, og skipaði annað sæti á lista Samfylkingar í síðustu kosningum.
En svona eru tilviljanirnar margar í litlu landi.
En verður ekki "spuninn" að teljast góður?
"Ekkert kaffi með í för" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.