4.9.2006 | 17:43
Veik samtök
Lengi hefur verið talað um að ástandið í Darfur sé óásættanlegt. Þar hafa enda hundruðir þúsunda týnt lífi sínu, milljónir eru á flótta og fá teikn á lofti að ástandið stefni til betri vegar.
Nú hafa stjórnvöld í Súdan tilkynnt að friðargæsluliðar Afríkubandalagsins skuli hafa sig á brott, jafnframt að friðargæsla á vegum Sameinuðu Þjóðanna, eigi þangað ekkert erindi.
Með öðrum orðum þá telja þeir málið líkega innanríkismál og óþarfi að "alþjóðasamfélagið" sé að skipta sér af því að þeir murki lífið úr hluta þegna sinna.
Það verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum SÞ við þessari tilkynningu, en reyndar virðast æ færri ríki telja sig á hinn minnsta hátt skuldbundin af ályktunum SÞ. Samtökin hafa fá ráð til að fylgja þeim eftir, og mörg aðildarríkjanna virðast hafa á því afar takmarkaðan áhuga, virðast telja að nóg sé að gert þegar ályktunin er fest á blað.
Til dæmis hefur verið ágreiningur um það hvort að um sé að ræða "þjóðarmorð" eður ei í Darfur, enda skýrt hjá SÞ að þá verði að grípa til agerða, því hefur skálmöldin í Darfur aldrei fengið þann "stimpil".
Hverju skyldi það nú breyta fyrir fólkið sem býr við ógnina?
Súdanstjórn segir friðargæsluliða verða að hverfa frá Darfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:46 | Facebook
Athugasemdir
Það er sorglegt að horfa á SÞ verða að engu, sagan fannst
mér byrja í Ruanda málinu, og hvernig USA hafa óbeint gefið
lítið fyrir SÞ (peningamál). Líbanon vopnahléið er veigt,
Annan er snupraður í Iran (finnst mér) hvað gerir SÞ næst ?
kv Haukur
Haukur Jóhannsson, 6.9.2006 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.