Steingrímur J. - kaffiboð og bandalög - nokkrar limrur.

Eins og ég hef sagt áður, þá kemur það einstöku sinnum fyrir að kveðskap lýstur niður í huga mér.  Líklega kemur það til út af þeim framsóknargenum sem finna má í ættboga mínum, og ég hef háð langa og stranga baráttu gegn, mestanpart lífs míns.  En oft kemur þetta fyrir þegar ég hef setið og bergt á skáldamiði, gjarna þá fram eftir nóttu, enda ónæmiskerfið þá líklega veikt, og það nýta framsóknargenin sér. 

Yfirleitt hef ég nú bara haldið þessum kveðskap fyrir sjálfan mig, en nú hef ég ákveðið að vera hugrakkari, stíga fram og viðurkenna fyrir sjálfum mér og öðrum að þetta gerist og taka því sem fólk hefur um þetta að segja, bæði gott og vont.

Þessar duttu inn í nótt, stuttu eftir miðnættið, ég biðst afsökunar á enskuslettum sem þarna má finna, en líklegasta skýringin er sú að ég hef ekki aðgang að íslenskum skáldamiði, og drakk því kanadískan í gærkveldi.

Hann fær þykir í sínu fagi
frakkur með kjaftinn í lagi
Nú Steingrímur J.
inni á kaffiboð
og vill samstarf af ýmsu tagi.

Hann biðlar til (Ingi)Bjargar
brosir til Guðjóns og argar
Við skulum vera eitt "tím"
"and sjer ðí seim drím"
svo plötuna sömu hann sargar.

Þá varð mér ljóst að þessar enskuslettur, væru varla sæmandi, þannig að rétt væri að búa til íslenska útgáfu af sömu limrunni

Hann biðlar til (Ingi)Bjargar
brosir til Guðjóns og argar
Hann áfram þau teymir
um völd þau öll dreymir
Til vinstri snú hann gargar.

Segist vilja til vinstri snúa
velferð á segist trúa
En við vitum það öll
að hvorki hróp eða köll
betri hag munu þjóðinni búa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband