Af sakamönnum og dómgreind kjósenda

Ég er þegar búinn að fá 2. tölvupósta sem segja mér af "uppreist æru" Árna Johnsen, þetta virðist hafa hitt "íslensku þjóðarsálina" beint í hjartastað.  Einnig sýnist mér "netsamfélagið" á Íslandi hafa tekið vel við sér og sparar ekki stóru orðin, nú sem oft áður.

Persónulega er ég fyllilega sáttur við þessa framkvæmd, og er raunar þeirrar skoðunar að breyta eigi lögum um kjörgengi, þannig að hver sá maður sem er frjáls og á ekki eftir að afplána neinn dóm sé kjörgengur. 

Ég get enga ástæðu fundið til þess að svipta þá menn sem hafa hlotið dóm þessum réttindum.   Ég er líka sáttur við þá skýringu sem kemur fram frá Dómsmálaráðuneytinu í frétt mbl.is.

Það er engin ástæða til annars en að leyfa kjósendum að ráða, þeim er fyllilega treystandi fyrir þessu verkefni eins og flestum öðrum.  Ef kjósendur vilja kjósa fyrrverandi sakamenn sem fulltrúa sinn á Alþingi, eða til sveitarstjórna, sé ég ekkert athugavert við það.  Það verður hver og einn að gera það upp við sig hvern og hvernig menn þeir kjósa til þings.

Vilji Árni sækjast eftir þingsæti er það mér og mínum að meinalausu, hann getur reynt að bjóða sig fram á vegum Sjálfstæðisflokksins, einhvers annars flokks, eða farið í sérframboð.  Ég er alveg pollrólegur yfir því, vegna þess að ég veit að hann sest ekki á þing nema hann hafi til þess tilskilinn stuðning kjósenda. 

Við verðum því að treysta á dómgreind kjósenda, nú sem hingað til.

Hitt er svo annað mál, að ef ég yrði spurður hvort ég myndi kjósa Árna Johnsen, yrði svarið afdráttarlaust:  Nei. 

En ég hef bara 1. atkvæði (ég held að ég megi ennþá kjósa í Alþingiskosningum) og ekki í því kjördæmi sem Árni er líklegastur til að bjóða sig fram í, ef af verður.

Það getur komið til kasta þeirra sem velja á framboðslista (hvort sem um er að ræða uppstillingu eða prófkjör) en endanlegt val og ábyrgð liggur alltaf hjá kjósendum, þannig á það að vera.

Þeir eru að velja sinn fulltrúa.

 


mbl.is Árni uppfyllir skilyrði fyrir uppreist æru samkvæmt dómsmálaráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er margt mjög gott um Árna Johnsen að segja og þau þingmál sem hann hefur staðið að, og fáir hafa dugað Vestmannaeyingum betur en hann. Ég er sammála viðhorfi Tómasar um uppreisn æru fyrir Árna og endurnýjað kjörgengi -- sem og, að úrelt er að hrifsa af mönnum kjörgengið í mörg ár eftir að þeir hafa bæði tekið út sinn dóm og greitt upp allan skaða vegna ólögmætra verka sinna. Tökum manninn í sátt, það vita allir að honum er 100% treystandi til að endurtaka ekkert af þeim víxlsporum sem hann steig þarna út fyrir veg réttlætisins. Kjósendur fá svo að ráða það við sig sjálfir, hversu framarlega þeir setja hann í fylkingu. Ég kalla Árna góðan að treysta sér í þann slag, en hann þekkir líka sína Eyjamenn og Sunnlendinga, og væri ég þar í kjördæmi, fengi hann hikstalaust mitt atkvæði.

Jón Valur Jensson, 30.8.2006 kl. 19:56

2 identicon

Af hverju er þessi "Aumingja aðdáun ", ennþá til staðar hérna á landi?

Gudrun Magnea Helgadottir (IP-tala skráð) 31.8.2006 kl. 19:34

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Nú veit ég ekki alveg hvað Guðrún Magnea á við. Ekki mundi ég halda því fram að Árni sé meiri aumingi en hver annar, eða að mikil aðdáun á honum komi fram hér. En ég tel rétt eins og ég hef áður sagt að kjósendur ráði, enda þeir að kjósa sinn fulltrúa.

Sjálfur myndi ég ekki kjósa Árna, en hef aldrei talið að mínar skoðanir væru þær einu réttu, eða að það væri "aumingja dýrkun" að vera ekki sammála mér.

G. Tómas Gunnarsson, 1.9.2006 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband