26.8.2006 | 13:59
Felipe mükemmel içinde Türkiye
Ég vaknaði örlítið of seint í morgun og missti þar af leiðandi af fyrsta parti tímatökunnar, 7 er náttúrulega hræðilegur tími til að vakna til að horfa á sport.
En það er hér um bil þess virði, til þess að sjá Ferrari 1-2 á ráslínu fyrir morgundaginn. Það var líka gaman að sjá Massa vinna sinn fyrsta "pól". Hann átti þetta svo sannarlega skilið og það er þetta sem Ferrari þarf til að vinna titil bílsmiða, báða bíla á topnum og það er hjálp frá Massa sem "Skósmiðurinn" þarf til að hrifsa titilinn úr höndum "tígulgosanna". Það sem þarf er að þessi árangur skili sér í kepnninni á morgun.
En annars verður keppnin morgun ábyggilega verulega spennandi, Ferrari á fyrstu ráslínu og Renault á annari. Eitthvað voru þulirnir hér að tala um að Fisichella hefði verið að kvarta undan vélinni, en ég heyrði það ekki nógu vel í talstöðinni hjá þeim. Það verður fróðlegt að sjá. "Litli" Schumacher færist aftur um 10 sæti, þannig að Heidfeld og Button verða á 3ju línu, vonandi ná þeir að hrella Renóana aðeins. Kimi "seinheppni" Raikkonen er svo 7undi og Kubica undirstrikar árangur sinn og getu BMW með því að vera í 8.
En nú er þetta spurningin um "taktíkina" og hvað bílarnir hafa mikið bensín á tönkunum. Um það er erfitt að spá, en þetta verður örugglega hörku keppni á morgun. Hvorugur þeira Schumacher eða Alonso má við neinum áföllum og það er spurning hvort að keppinautar þeirra reyni að notfæra sér það?
En það er ljóst að þó að tímatökurnar séu ekki nema rétt svo þess virði að rífa sig upp klukkan sjö, þá verður keppnin á morgun það örugglega.
Massa vinnur sinn fyrsta ráspól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.