Ingvar fer á kostum

Ég gef mín meðmæli með Bjólfskviðu, hvet alla til þess að fara í bíó og berja hana augum.  Ég sá hana síðastliðinn vetur og hafði gaman af.

Eins og flestar ef ekki allar aðrar bíómyndir er hún ekki gallalaus, en er góð skemmtun. Það var einna helst að það þvældist fyrir mér hvernig íslenska landslagið (sem kemur afbragðs vel út í myndinni) ætti heima í Danmörku, þar sem kvæðið (sagan) gerist.  Síðan er hreimur sumra leikaranna þannig að mér fannst sagan hafa færst til Skotlands.  En þetta eru smáatriði, myndin í heild sinni er vel gerð og heldur manni föngnum.

Ég vil að öðrum ólöstuðum sérstaklega minnast á Ingvar E. Sigurðsson, sem að mínu mati á frábæra frammistöðu í myndinni, sem "skrýmslið" Grendel.

Þess má til gamans geta að nú fyrir nokkrum vikum lét ég hreinsa fyrir mig loftstokkana í húsinu.  Tveir vaskir menn komu hér með risa græjur.  Þegar við tókum tal saman, og það barst í tal að ég væri frá Íslandi (viðkomandi var frá Bretlandi), sagði hann mér að hann hefði horft á Beowulf og Grendel kvöldið áður, leigt hana á DVD.  Þetta var fyrsta myndin sem hann sagðist hafa séð sem tekin væri upp á Íslandi, og var hann ákaflega hrifinn af því sem sást af landinu sem og myndinni í heild.  Svona eru tilviljanirnar stundum.

Heimasíðu myndarinnar má svo finna hér.

P.S. Leikstjórinn Sturla Gunnarsson er vissulega af íslenskum ættum, hann er fæddur á Íslandi og ólst þar upp til u.þ.b. 5 ára aldurs er hann flutti með foreldrum sínum til Kanada. 


mbl.is Gerard Butler verður á frumsýningu Bjólfskviðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband