26.8.2006 | 06:36
Kosningabarátta "köntrýstæl"
Ég fékk sendan góðan tölvupóst frá kunningja mínum sem býr sunnan landamæranna eins og oft er sagt hér í landi.
Hann fjallaði um kosningabaráttu Vernon Robinson, en hann er að berjast fyrir því að verða kjörin á þing fyrir North Carolina, af hálfu Republikana.
Hann hefur vakið mikla athygli fyrir auglýsingar sínar, bæði gerð og innihald. Ég hló gríðarlega þegar ég hlustaði á nýjustu útvarpsauglýsingu hans, sem finna má hér.
Þetta er einfaldlega "hilaríus stöff". Ég velti því fyrir mér hvað myndi gerast ef einhver reyndi að beita svipuðuð aferðum hér í Kanada, nú eða upp á Íslandi?
Sjónvarpsauglýsingin hans er líka mjög sérstök, svo ekki sé sterkara til orða tekið, það er hægt að skoða hana hér.
Yfirlit yfir auglýsingar hans er hér.
Eins og sagt var í "gamla daga", það er ekki öll vitleysan eins.
Er Hallbjörn annars ekki á lausu í auglýsingar?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Grín og glens, Dægurmál, Bloggar, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Þetta er bráðfyndið. Velti fyrir mér hvernig svipað myndi hljóma uppá íslensku;)
Birna M, 26.8.2006 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.