Skíta blómakör

Það má ábyggilega nýta skít mun betur en gert er í dag.  Ekki bara kúaskít heldur svínaskít sömuleiðis.  Kindaskítur er auðvitað best nýttur til reykingar.  Gefur sérlega geðfellt bragð.

Orkuframleiðsla úr skítnum er bæði eðlileg og sjálfsögð (hver man ekki eftir Mad Max), en það er ábyggilega margt fleira sem má nýta skít í.

Flest blóm og tré sem við keyptum hingað að Bjórá í vor, voru í kerjum eða pottum sem mér er sagt að búin séu til að mestu leyti úr kúaskít.  Hafa þann kost að það má setja trén niður í þeim, eða hreinlega brytja þau niður í beðin.

Sömuleiðis keyptum við "kompóstaðan" (hér man ég ekki Íslenska orðið) kúaskít í pokum.  "Bag of bullshit" eins og ég er vanur að kalla það, enda vandfundnari betri áburður og óþarfi að vera að kaupa eitthvert kornarusl.  Þessi skítur er því sem næst algerlega lyktarlaus og ákaflega þægilegur viðreignar.

Nú er bara spurningin hvort að Íslenskir "skítaframleiðendur" séu of smáir og of dreifðir til að framleiðsla af þessu tagi borgi sig? 

 


mbl.is Kúamykju breytt í raforku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband