Skautað

Þessi leiðangur Rússa hefur vissulega vakið nokkra athygli og umtal hér í Kanada, enda er Kanada ásamt Rússum og Grænlendingum,  líklega best í "sveit settir" til þess að gera tilkall til svæðisins.

Það þarf ekki nema að líta á kort af pólnum og nágrenni hans (t.d. hér) til að sjá að það eru Rússland, Kanada, Grænland (Danir), Bandaríkin (Alaska) og Noregur (Svalbarði) sem standa best að vígi til að gera kröfur til svæðisins.

En það er líka rétt að sá tími er liðinn að það nægi að stinga niður fána til að helga land- (nú eða sjávar-) svæði.

Kanadamenn hafa á undanförnum árum lagt aukna áherslu á ferðir um sín norðlægustu héruð og ætla sér enn að auka það á næstu árum.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu á þessum slóðum, því um gríðarlega hagsmuni er að tefla.

Persónulega get ég ekki séð að Íslendingar geti gert stórar kröfur þarna en er vissulega ekki sérfræðingur hvað varðar alþjóðleg lög um landa og hafsvæðiskröfur.

Minnismerki Villhjálms Stefánsson En Vesturíslendingurinn Vilhjálmur Stefánsson sem átti þó nokkurn þátt í því að sínum tíma að helga Kanada landsvæði á norðurslóðum, sem aftur renna auknum stoðum undir kröfur Kanadamanna nú.

Þegar ég ferðaðist um Manitoba fyrir nokkru kom ég að minnismerki um Vilhjálm, sem meðfylgjandi mynd er af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband